Pútín sigrar í Sýrlandi - niðurlægir Obama

Ófriðurinn í Sýrlandi varð að stríði þegar Bandaríkin/Nató ákváðu að koma Assad Sýrlandsforseta fyrir kattarnef fyrir fimm árum. Stríðið var álíka illa undirbúið og innrás Bandaríkjanna/Nató í Írak árið 2003.

Samhliða valdaskaki í miðausturlöndum reyndu Bandaríkin/Nató í samvinnu við Evrópusambandið að klekkja á Rússum með íhlutun í Úkraínu, næsta nágranna Rússlands, og koma sér þar upp bandamanni.

Pútín Rússlandsforseti hóf afskipti af Sýrlandsstríðinu vegna Úkraínu. Með stuðningi við Assad Sýrlandsforseta sýndi Pútín Bandaríkjunum fram á að Washington er ekki höfuðborg alheimslögreglunnar sem ákveður innanríkismál annarra þjóða. Þar fyrir utan sýndi Pútín Obama Bandaríkjaforseta fram á að Rússland er enn stórveldi og getur sett mark sitt á stöðu alþjóðamála.

Fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands um frið í Sýrlandi og sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkaöflum er stórsigur Pútíns. Bandaríkin/Nató og Evrópusambandi eru með Rússland í viðskiptabanni vegna Úkraínudeilunnar. Til stóð að einangra Rússa á alþjóðavettvangi og knýja þá til að gefa Bandaríkjunum/Nató og ESB Úkraínu. Styrkur Rússa í Sýrlandi er Pútín nauðsyn vegna Úkraínudeilunnar.

Þýska útgáfan FAZ upplýsir tölfræði stríðsins, um 290 þúsund dauðir og helmingur sýrlensku þjóðarinnar á flótta. Einhver ófriður hefði orðið í Sýrlandi hvort sem stórveldin skiptu sér af eða ekki. En án afskipta stórveldanna hefði stríðið ekki orðið jafn skelfilegt og raun ber vitni.


mbl.is Komust að samkomulagi um vopnahlé í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband