Fimmtudagur, 8. september 2016
ESB-flokkar með fylgi í kjallaranum
Viðreisn og Samfylking hírast í kjallara stjórnmálanna, með 6,7 og 7,5 prósent fylgi. Báðir flokkarnir vilja Ísland í Evrópusambandið en þangað vill þjóðin ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una, með rúm 28 prósent fylgi í könnun Fréttablaðsins, og í ágætum færum að fara yfir þrjátíu prósent. Framsóknarflokkurinn er að hjarna við, kominn í tveggja stafa tölu eftir að Sigmundur Davíð kom á ný á vettvang stjórnmálanna. Vinstri grænir nálgast kjörfylgi sitt, um tíu prósent, og Björt framtíð er að hverfa.
Píratar halda áfram stanslausri sigurgöngu í könnunum og eru með 30 prósent fylgi. Þeir sem segjast ætla að kjósa Pírata sýna venjulegum stjórnmálum fingurinn. Reynslan sýnir að þeir kjósendur nenna síst á kjörstað þegar kemur að kosningum.
Píratar með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.