Miðvikudagur, 7. september 2016
Viðreisn er Saga class Sjálfstæðisflokksins
Efnafólk er allsráðandi í Viðreisn og það auðveldar Sjálfstæðisflokknum að verða aftur flokkur allra stétta. Kjósendahópur Viðreisnar er stjórnendur og sérfræðingar sem ala með sér draum um ESB-aðild Íslands.
Þessi hópur var hlynntur Samfylkingunni í kosningunum 2009 og Bjartri framtíð í síðustu kosningum. Á meðan Viðreisn hirðir upp humar- og hvítvínsfólkið getur Sjálfstæðisflokkurinn einbeitt sér að breiðum kjósendahópi sem ferðast á almennu farrými og geldur varhug við sérgæsku efnafólksins.
Mjúkir vinstriflokkar, Alþýðuflokkur og Samfylking, gátu hoggið í það fylgi Sjálfstæðisflokksins sem er hlynnt traustu velferðarkerfi, einkum þegar Sjálfstæðisflokkurinn virtist um of hallur undir forstjóraveldið. Viðreisn á takmarkaða mögulega í þennan kjósendahóp enda alltof merktur sérfræðielítunni - sem fékk tvöfalt á smettið í hruni og Icesave-deilu.
Stóra mál Viðreisnar er ESB-aðild Íslands. Aðeins sérgóðir sérfræðingar með takmarkaða dómgreind trúa að Ísland geti orðið ESB-ríki í fyrirsjáanlegri framtíð. Hagfellt er að slíkt fólk sé í einum flokki enda skapar það vinnufrið hjá öðrum.
Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir utanaðkomandi er erfitt að sjá einhvern alþýðubrag á Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal, heldur virðist lýsingin á Viðreisnarfólkinu ekkert síður eiga við það.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2016 kl. 19:32
Ómar Ragnarsson :)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2016 kl. 21:06
Þorgerður,Þorsteinn P.Þosrsteinn V.
Það eru lík þorn á viðreisn!
Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2016 kl. 22:24
Ein ástæða þess að Bjarni Ben með sitt ískalda mat þorði ekki að beita sér fyrir skarpri fram göngu til að uppræta ósvífna umsókn Jógrímu, er að Bjarni þorði ekki að beita sér gegn Evrópusinnunum í flokknum.
Þessi umsókn var í raun beiðni um að yfirstjórn sovét Evrópu tæki af okkur það ómak að ráða okkur sjálf.
Það samrýmist ekki grundvallar stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að hafa í þingflokknum fólk sem ekki sættir sig við grundvallar markmið flokksins. Það er roluskapur að láta slíkt viðgangast.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.9.2016 kl. 23:39
Rétt Hrólfur þau voru mörg ljónin í veginum en ákall svo margra kjósenda nægðu ekki til að blása honum baráttuanda í brjóst.....Fyrir Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2016 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.