Miðvikudagur, 7. september 2016
Kúbu-Þórólfur og staðreyndavaktin
Þórólfur Matthíasson prófessor ætlar að standa ,,staðreyndavakt" í aðdraganda þingkosninga. Þessi sami Þórólfur sagði um aðrar kosningar, kenndar við Icesave:
Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins.
Íslendingar höfnuðu Icesave-samningnum. Við urðum hvorki Kúba né Norður-Kórea heldur blasti við okkur blússandi góðæri.
Kúbu-Þórólfur er ekki heppilegasti maðurinn að standa pólitíska staðreyndavakt.
Staðreyndavakt í aðdraganda kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þér hlýtur nú verandi fjölfróður blaðamaður að leiðrétta bara það sem hann fer rangt með. Það er í það minnsta gagnlegra en að ætla fyrirfram að gera lítið úr því sem þaðan kemur með því að ráðast á hann persónulega
Jón Bjarni, 7.9.2016 kl. 12:12
Þér hlýtur nú að vera í lófa lagið... átti þetta að vera
Jón Bjarni, 7.9.2016 kl. 12:22
Páll, hvað hefði skeð ef Icesave hefði tapast?
Jónas Kr, 7.9.2016 kl. 13:51
Páll. Þekkir þú ekki mun á staðreyndum annars vegar og hins vegar spám um framtíðina ef eitthvað er gert eða ekki gert?
Sigurður M Grétarsson, 7.9.2016 kl. 15:05
Auðvitað má alltaf efast um það sem haft hefur verið eftir einstaklingum í fjölmiður og hvort að það sé 100% rétt sem þar stendur.
En ef það sem hefur verið haft eftir Þórólfi víða í fjölmiðlum er rétt, á hann ákaflega erfitt að að skilja á milli "spádóma", eigin skoðana og staðreynda.
Hann verður því að teljast frekar afleitur kostur til að "staðreyndareyna" eitt né neitt á hinu pólítíska sviði.
Saman ber t.d.
Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagði Þórólfur að samþykki Íslendingar ekki að greiða Icesave muni lífskjör hér versna. Atvinnuleysi mun aukast og krónan veikjast þrátt fyrir að skuldir ríkisins aukist um hundruði milljarða með því að samþykkja Icesave.
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/thorolfur-matthiasson-islendingar-verda-ad-borga-icesave-ellegar-hljota-verra-af
Ef honum er eingöng ætlað að sannreyna hagtölur, ef svo má að orði komast, getur það gengið upp, en því miður er ekki hægt að treysta honum öllu lengra.
G. Tómas Gunnarsson, 7.9.2016 kl. 17:34
Það hefur oft verið sagt um hagfræðinga að þeir séu betur tengdir guðfræði og sagnfræði en raunvísindagreinum.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.9.2016 kl. 17:59
Mig minnir Gylfi Magnússon hafa fyrstur líkt okkur við Kúbu,samþykktum við ekki Icesave.
Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2016 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.