Miðvikudagur, 7. september 2016
Vinstrispilling í ráðhúsinu
Píratar og vinstrimenn ráða Reykjavíkurborg þar sem innviðir eins og skólar og gatnakerfi grotna niður vegna skorts á fjármagni. En ferðalög til útlanda eru ekki naumt skömmtuð þegar meirihlutinn á í hlut.
Ítrekaðar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að fá upplýsingar um ferðakostnað borgarinnar eru kæfðar af meirihlutanum. Eðlilegum kröfum um gagnsæi útgjalda í þessum málaflokki er vísað frá.
Vinstriflokkarnir umbuna sínu fólki með ferðalögum til útlanda. Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hélt t.d. lífi út síðasta kjörtímabil, þrátt fyrir að vera í minnihluta á alþingi, með því að veita þingmönnum Hreyfingarinnar rúmar ferðaheimildir.
Tillögu um ferðakostnað vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á sínum tíma var Ólafur F. Magnússon talinn eitthvað skrýtinn að fara aldrei í ferðalög til útlanda á vegum borgaryfirvalda.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2016 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.