Þriðjudagur, 6. september 2016
Fjölmiðlun án risafjölmiðla - losnum við 365 og RÚV
Samfélagsmiðlar og blogg eru vettvangur frétta og umræðu um fréttir, og í þeim skilningi blómstrandi fjölmiðlar, á meðan fjölmiðlafyrirtæki eru bæði í vanda með rekstur og faglega stefnu.
Verið er að búta í sundur stærstu fjölmiðlasamteypu landsins, 365-miðla. RÚV er fjárhagsleg og fagleg ruslahrúga sem eyðir almannafé í að skapa stjórnarkreppu og þjóna pólitískri dagskrá starfsmanna sinna.
Fjölmiðlarisar eins og 365-miðlar og RÚV eru úrelt fyrirbrigði og eiga hvorki heima á markaðstorgi hugmyndanna né í viðskiptum. Þegar risarnir eru fallnir vex upp lággróðurinn sem stendur í skugganum. Fjölmiðlun sýnir aukna grósku og lýðræðið verður þróttmeira.
Veikir fjölmiðlar eru veikt lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo mikið er víst að það styrkir ekki lýðræðið að efla RUV.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.9.2016 kl. 22:38
Við skynjum tímamót í sögul ljósvakamiðlanna hér á landi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2016 kl. 23:09
Við ættum að þakka fyrir alla fjölmiðla og ólíkar umræðuáherslur. Ég vil hafa RÚV, 365 og alla aðra fjölmiðla, og ekki loka á neinn. Við öll ólík þurfum svo sannarlega ólíkar áherslur og ólíka pólitíska umræðu. Og þá lokar maður ekki á þá sem ekki passa sumum pólitískum valda-afla-áherslum. Svo einfalt er það, að mínu mati.
Netið verður áfram fjölmiðill, en það verður líka að vera jarðtenging í fjölmiðlun utan einangraðra netheima áfram. Allra vegna.
Við lifum, störfum og þroskumst á jörðinni, og þurfum þá jarðtengingu á meðan við lifum hér á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2016 kl. 00:30
365 og RUV eru örsmáir fjölmiðlar miðað við fjölmiðla erlendis og vanmegna eftir því.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2016 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.