Píratar stunda persónunjósnir

Andríki afhjúpar Pírata sem persónunjósnara í pistli í dag. Andríki vitnar í nafngreindar heimildir úr röðum Pírata sem viðurkenna að atkvæði greidd í prófkjöri eru rekjanleg.

Með öðrum orðum: Píratar njósna um fólk sem í góðri trú greiðir atkvæði í leynilegum kosningum.

Leynilegar kosningar eru eitt megineinkenni lýðræðislegra stjórnarhátta. Píratar kolfalla á lýðræðisprófinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri fróðlegt að sjá hvernig Guðmundur Ásgeirsson svarar þessu.  Hann virðist alltaf hafa svör við öllu er varðar Píratana.

Jóhann Elíasson, 6.9.2016 kl. 17:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Takk fyrir að bjóða mér í þessa umræðu.

Það er að sjálfsögðu rétt að atkvæði sem eru greidd með rafænum hætti eru í eðli sínu rekjanleg til kjósenda í viðkomandi kosningum. Þetta eru að mínu mati rök gegn rafrænum kosningum yfir höfuð og þeirri afstöðu held ég til streitu, frekar en að um sé að ræða rök fyrir þeim. Svo dæmi sé tekið þá er þessi færsla mín fulkomlega rekjanleg en ég skirrist ekki undan því heldur fagna því að fá að tjá mig á þessum vettvangi.

Þetta breytir því samt ekki að rafrænar aðferðir hafa verið notaðar í prófkjörum ýmissa stjórnmálaflokka hingað til, athugasemdalaust, m.a. hjá öðrum flokkum. Þegar kemur að sjálfum Alþingiskosningum er þó skýrt kveðið á um að þær skuli vera leynilegar og þar af leiðandi er það mitt mat að netkosning rúmist ekki innann þeirra skilyrða.

Ég skal taka undir það sjónarmið að rafrænar kosningar séu ófullkomnar, en á móti tefli ég fram því sjónarmiði að slíkar kosningar kunni að vera réttlætanlegar innan flokka af framangreindum ástæðum. Við verðum hvað sem öðru líður að átta okkur á því að það nær ekki til hinna endanlegu Alþingiskosninga sjálfra enda gilda áðurgeind lög um þær.

Gagnrýni á tiltekin sjónarmið eða aðferðir kann að eiga rétt á sér, sé hún á gildum rökum reist. Í þessu tilviki tel ég að gagnrýni á rafrænar kosningar sé hugsnlega á rökum reist. Við ættum því að taka þá umræðu á breiðari grundvelli: Viljum við rafrænar kosningar eða ekki?

Mitt persónulega svar við því er: NEI.

Það kann að vera að mitt svar við þessari spurningu sé ólíkt viðhorfum annarra Pírata, en ég er ekki neinn sérstakur talsmaður þeirra og hef því rétt á að hafa mínar eigin persónubundnar skoðanir.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband