Þriðjudagur, 6. september 2016
Fjöldahreyfing vina og vandamanna
Birgitta Jónsdóttir fékk heil 160 atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hafði þar betur en allir aðrir.
Haldi velgengni Pírata áfram í skoðanakönnunum, en flokkurinn mælist sá stærsti í landinu lengi vel á kjörtímabilinu, mun Birgitta Jónsdóttir fá heimboð á Bessastaði til að taka með sér umboð til stjórnarmyndunar í lýðveldinu.
Það má drýgja 160 atkvæði.
Oddviti Pírata fékk 15,5% í fyrsta sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað þarf höfundur, sá hinn sami og gerði starfsmenn RÚV mállausa á samfélagsmiðlunum með aðstoð fyrrverandi stjórnarformanns OR sem nánast var búinn að gefa OR til einkavina, að kasta af sér vatni, sér í lagi í morgunsárið. Nú var best að gera það yfir Pírata. Vandlátur er höfundur á pissið...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 07:39
Enn hamrar Sigfús Ómar a ímyndunarveikinni um þöggun RÚV og lítur gersamlega framhjá þeirri staðreynd að alla undanfarna viku hefur varla verið talað um annað en míkrófóninn sem starfsmaður RUV notaði til að tjá pólitíska skoðun svo alþjóð mætti heyra.
Ragnhildur Kolka, 6.9.2016 kl. 08:51
Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni hve fáir taka beinan þátt í stjórnmálastarfi á okkar tímum. En í þingkosningum er ekki spurt af því hve fjölmennt eða öllu heldur fámennt viðkomandi kjördæmaþing hafi verið, sem valdi á lista, heldur að því hve margir kjósa frambjóðendur í kjörklefanum.
Í tillögu stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að kjósendur raði á lista í kjörklefanum en ekki tiltölulega fámennir fundir eða forval.
Ómar Ragnarsson, 6.9.2016 kl. 10:10
Kolka, þú manna best ættir að vita að kalla e-n nöfnum er ekki "pólitísk skoðun". Þá værir þú búinn að dæla slíkum skoðunum hér, þegar þú kallar hér þina andstæðinga hér nöfnum, þar á meðal mig.
Dæmi, ef mér finndist þú skemmtileg og fengi þörf fyrir að tjá mig um það, væri ég þá að fara með pólitíska skoðun ?
Er það svo ?
Ef téður fréttamaður fannst Forsætisráðherra feitur, sem hann kannski kann að vera, ef hann yrði mældur af þar til gerðum sérfræðingum, þá var fréttamaðurinn að segja sína skoðun á manninum Sigurði. Hefur ekkert að gera með pólitík.
En sé að þér finnst gaman að hossast á svona smámunun á meðan Valhöllin þín er að hruni komin.
P.s kannski ertu svo bara skemmtileg...hver veit..
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 10:46
Sigfús Ómar, Hvað ef Arnar Páll spyrði hvar músliminn ætti að vera eða negrinn eða homminn? Þetta eru orð rétt eins og feitur sem dæmd hafa verið óboðleg af pólitískt rétttrúuðu góðu fólki.
En jú, ég held það gæti flokkast sem pólitískt viðhorf ef einhver mæti mig skemmtilega út frá athugasemdum mínum hérna án þess að hafa átt í persónulegum samskiptum við mig.
Ragnhildur Kolka, 6.9.2016 kl. 12:22
Kolka, þá hlýtur þú að sjá heiminn frá mjög undarlegu sjónarhorni, að í hverju horni, á hverri stund, í hverri hugsun sé pólitík. Þá erum við komin í heimspekihorn dagsins. Þá mega menn, konur og fréttamenn hafa þá sjálfstæðu hugsun á því hvað þeim kann að finnast pólitískt. Þá erum við komin í huglægt mat hvers og eins og þú frú Kolka, þótt máttugt sért, getur þú ekki gert téðum fréttamanni upp hans skoðanir,þ.e ef málið er reifað á þínum forsendum. Sem mér finnst aftur á móti fáránlegt en jú , hverjum þykir sitt prump best....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 13:22
Það sem tungunni er tamast..... Sigfús Ómar.
Ragnhildur Kolka, 6.9.2016 kl. 14:18
Frú Kolka,
"Vesall maður
og illa skapi
hlær að hvívetna.
Hitt-ki hann veit
er hann vita þyrfti
að hann er-a vamma vanur"
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 15:08
Í fréttinni er aðeins hálf sagan sögð.
Vissulega fékk sú sem lenti efst í prófkjörinu 160 atkvæði í það sæti, en það er ekki það sama og heildarfjöldi atkvæða sem henni voru greidd.
Fyrst hún lenti í efsta sætinu þýðir það að meirihluti þeirra sem kusu (yfir 500 manns) greiddu henni atkvæði í hærra sæti en öðrum sem hefðu getað komið til greina í efstu sætin. Svo er þetta samkeyrt í gegnum þá reikniformúlu sem prófkjörsreglurnar kveða á um (Schulze) og útkoman verður þessi.
Þannig eru 160 atkvæði í fyrsta sætið alls ekki það sama og sá heildarfjöldi atkvæða sem kom viðkomandi frambjóðanda í fyrsta sætið.
Það kemur ekkert á óvart ef fólk sem hefur ekki haft fyrir því að kynna sér Schulze aðferðina eða hefur ekki góða rökhugsun, á í erfiðleikum með að skilja þetta. Það kemur ekki heldur á óvart að pólitískir andstæðingar skuli hagnýta sér þá vanþekkingu fólks til að snúa út úr og reyna að draga upp aðra mynd af þessu en þá sem fyrirfinnst í raunveruleikanum.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 15:46
Fínn pistill Guðmundur. Nú er ég viss um að höfundi,jafn sem öðrum hér sem skipa helstu vælubílanefnd Ríkisins, verði mikið mál...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 17:23
Sigfús.
Ég yrði ekki síður hissa ef vælubílanefndin myndi svara þessu með þögninni, eða þá með því að setja inn enn eitt ómálefnalegt skítakomment og loka svo fyrir frekari athugasemdir, eins og hefur ítrekað verið gert.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 19:06
Guðmundur, takk fyrir þetta. Mér finnst einkar skondið að sjá og heyra frá þeim sem hér pára, yfirleitt með vondulyktabombur í garð þeirra sem eru á móti núverandi ríkisstjórn og þeirra flokkum. Svo þegar því góða fólki (þá meint fallega), er svarað á þeirra eigin tungumáli, þá er kvartað og kveinað sem enginn sé morgundagurinn. Jú sumir þeirra loka svo einfaldlega fyrir frekari samskipti.
En það er víst enginn fullkominn. Allavega eins og höfundur, sem leiðir rallið...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2016 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.