RÚV heldur áfram herförinn gegn Sigmundi Davíð

Eyjan er með fyrirsögn á frétt um val á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Fyrirsögn Eyjunnar er ,,Allir þingmenn Framsóknar vilja efsta sætið".

Fyrirsögn Eyjunnar er fagleg og hlutlaus. Eyjan vísar í frétt á RÚV þar sem fyrirsögnin er allt annað en fagleg og hlutlaus: ,,Þrjú bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð".

Til að sjá hlutdrægni RÚV má bera fyrirsögnina saman við frétt mbl.is um baráttuna um efsta sætið í Suðvesturkjördæmi á lista Samfylkingar: ,,Margrét og Árni vilja 1. sæti". Í fyrirsögn mbl.is er ekki tekin afstaða. Árni Páll situr í fyrsta sæti og er fyrrverandi formaður. Fyrirsögn í anda RÚV-herferðar gegn formanni Framsóknarflokksins væri svona; ,,Margrét gegn Árna Páli."

RÚV leggur sig fram um að gera Sigmundi Davíð allt til miska eins og áður er rekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nú kannski erfitt að setja upp formúlu um staðlaðar fyrirsagnir þegar það eru ekki sömu vaktstjórar og fréttamenn, sem búa þær til. 

En svo er að sjá að menn telji það alveg sambærilegt, annars vegar þegar þrír frambjóðendur skora formann flokks, sem þar að auki var forsætisráðherra í þrjú ár alveg þangað til nýlega, á hólm og hins vegar þegar tveir skora fyrrverandi formann á hólm. 

Ómar Ragnarsson, 4.9.2016 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband