Laugardagur, 3. september 2016
Framsóknarhatrið á RÚV
Herferð RÚV gegn formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð, Wintris-málið, er mörkuð illvilja. Ljót orð fréttamanns RÚV um varaformann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, Sigurð Inga, eru sömu ættar.
Félagssálfræðileg greining á framsóknarhatri RÚV-ara myndi án efa finna merki um kratakúltúr í stofnunninn sem bæði nærist á andstyggð á landsbyggðinni og frumatvinnuvegum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn er talinn sjálfsagður skotspónn fordómanna sem þrífast á RÚV.
RÚV er síðustu daga að búa sér til formannskandídat í Framsóknarflokknum, sem er Eygló Harðardóttir. Hún fékk vinsamlega frétt um sig í Speglinum í vikunni og var í beinni útsendingu í hádegisfréttum RÚV í gær um lítilfjörlegt mál. Eygló fer fyrir kratadeildinni í Framsókn og stendur þar með fréttastofu RÚV nærri.
Fordómar en ekki fagmennska ráða ferðinni hjá fréttastofu RÚV. Og fordómarnir beinast sérstaklega að Framsóknarflokknum, eins og dæmin sanna.
Segir ummælin sýna andúð á Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Glögglega mælt og réttilega, Páll Vilhjálmsson.
Misnotkun Rúvara á þessari stofnun "sinni" hefur verið mjög áberandi á síðari árum. Dæmin um hlutdrægar "fréttir" eru margvísleg (enda verið fylgzt með slíku á sérstakri Facebókarsíðu 1-2 undangengin ár) og einnig dæmin um "meðvirkar fréttir" í takt við óskir vinstri flokkanna.
VIÐAUKI: Á Facebók minni átti Arnór Valdimarsson athugasemd seint í gærkvöldi:
Í dag, á Fundi fólksins [við Norræna húsið], var pallborð með forystumönnum stjórnmálaflokka. Íslenska þjóðfylkingin kom sér fyrir á sviðinu ásamt formanni Dögunar. En skyndilega voru þeir reknir af sviðinu að beiðni RÚV-ræðisins og tilkynnt að þarna væru þeir ekki velkomnir. Var sagt að RÚV vildi bara fá þá flokka sem ættu þingmenn á þingi. Þegar þeim var bent á að fulltrúi Viðreisnar væri ennþá á sviðinu þá var þeim sagt að…já, honum var bætt við. Og við það sat. Þessi mynd er af fulltrúum fólksins í gegnum gleraugu RÚV. Skömm þeirra og sýndarlýðræði er algjört! Hver stjórnar þessum Sirkus?
Og ég svaraði Arnóri þannig:
Já, er þetta ekki dæmigert fyrir Rúv-ræðið? Og það hjálpar ekki Íslensku þjóðfylkingunni að vera andvíg innlimun í Evrópusambandið, en andstæð skoðun hjálpar hins vegar vitaskuld "Viðreisn"!!! –– þessum felulitaflokki sem Björn Bjarnason afhjúpaði í stórri Morgunblaðsgrein í gær: Frávísa ber ESB-andvarpi Bjartrar framtíðar = http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1608621
Jón Valur Jensson, 3.9.2016 kl. 09:10
Þessi fréttamaður er bara með fitufordóma, kemur pólitík ekkert við. Ég vona sannarlega að maðurinn verði rekinn annað væri til skammar.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 10:01
Auðvitað á að reka manninn, Sigurður. Ekki fyrir fitufordóma, heldur fyrir fordóma gegn Framsóknarflokknum. Hann spurði Katrínu Júlíusdóttur ekki einu sinni heldur tvisvar, hvar "feiti" maðurinn ætti að vera.
Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi maður opinberar fordóma sína gagnvart Framsókn. Hann er því miður ekki einn um það innan stofnunarinnar. Það þarf ekki annað en að skoða viðtöl og fréttir ruv við stjórnmálafólk til að átta sig á þessum fordómum. Allar fréttir af Framsókn eru neikvæðar og í öllum viðtölum við fulltrúa þess flokks eru gengið hart á viðmælandann. Þegar svo fréttir af öðrum stjórnmálaflokkum eða viðtöl við þeirra fulltrúa kemur, er annað hljóð í fyrirspyrjendum.
Katrín Júlíusdóttir hefur verið í einstöku uppáhaldi starfsmanna fréttstofu, Samfylkingarþingmenn er meðhöndlaðir með virðingu og Píratar hafa fengið að bulla sínu bulli athugasemdalaust. Nú síðustu vikur hefur síðan verið reynt að halda að fólki ágæti Viðreisnar og vandlega gætt þess að neikvæð umræða um þann vindflokk komist ekki út til þjóðarinnar.
Fréttastofa ruv hefur spilað öllum sínum spilum og þar eru einungis hundar. Þessu stofnun er orðin tímaskekkja í íslensku þjóðfélagi.
Gunnar Heiðarsson, 3.9.2016 kl. 10:14
Það hefir lengi ríkt úlfúð milli krata og framsóknarmanna útaf samkeppni þeirra um að fá að vera hækja númer 1. hjá Sjálfstæðisflokknun á höfuðbólinu. Framsóknarmennska er sem kunnugt er sjúkdómur, sem ekki er hægt að gera kröfu um að fólk lofsyngi; að minnsta kosti kæmi mörgum spánskt fyrir sjónir ef einhverjir færu að mæra brerkla eða mislinga. Á sama hátt er krataeðlið sjúkdómur sem gerir fólk að andlegum vesalingum og vanmetakindum.
Jóhannes Ragnarsson, 3.9.2016 kl. 12:57
Hvort skrifaði hér síðast Dr Jeckill, frægur fyrir djarfa skop-pistla sína, eða Mr Hyde, hinn gamli, róttæki VG-maður?
Jón Valur Jensson, 3.9.2016 kl. 15:09
...nú er skyndiútkall hjá Vælubílnum, með guðfræðinginn og siðfræðiginn og blaðamanninn í öndvegi.
Minni sem fyrr á þakklæti mitt til höfundar við að ná að þagga niður í starfsfólki RÚV sem þá nú um stundir getur ekki varið sig fyrir útferðum manna og kvennna,sem nú ráðast ranglega á ALLT starfsfólk RÚV. Eins göfugt og það er nú.
....Þetta er náttúrulega biliun.... hvernig fólk lætur hér og párar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.9.2016 kl. 15:10
Gunnar, þú ferð því miður með rangt mál.
Ef vitað er í úttekt Fjölmiðlavaktarinnar ( nú Credit Info), má sá að fyrir árið 2014-15 var mest rætt við í þætti Arnars Páls, hinum frábæra Spegli, mest rætt við Bjarna Ben, svo SDG, þá Katrínu Jak og svo Eygló.
Þannig hér er einfaldlega þitt huglæga mat. Sem er allt í lagi, setjum það bara þá þannig fram.
Ekki fara í sama farveg og guðfræðingurinn hér, sem bullar út í eitt án raka, og gerir svo þarfir sínar yfir fólk sem er honum ekki sammála.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.9.2016 kl. 15:14
En ég tek hér undir með þeim ágæta Gunnari Heiðarssyni, nema þar sem hann ályktar, að á Fréttastofu Rúv séu "einungis hundar" eftir. En vinstri flokkarnir eiga þar marga vini, og Pírötum og nú ESB-Viðreisnarmönnum er hossað þar af mikilli óbilgirni. Ýmsir eru þar ótrúlega harðir í þessu, og svo eru aðrir sem þora ekki öðru en að vera meðvirkir
Jón Valur Jensson, 3.9.2016 kl. 15:14
Sigfús, þú ert hér ekki í boði Páls né annarra að vera með þitt óþrifa-klósetttal hér á svæðinu.
Og hvernig ræddi" Arnar Páll "mest" við BB 2014-2015? Kannski til að þjarma sífellt að honum fyrir meint "loforð" sjálfstæðismanna að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hætta við Össurarumsóknina? En því lofaði flokkurinn aldrei. Þvert á móti lofaði landsfundur hans að hætta við umsóknina og að aldrei skyldi hafin slík ferð aftur nema þá að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Út úr þessu sneru Rúvarar, þjörmuðu að BB til að beygja hann frá landsfundarsamþykkt og með því að oftúlka orð hans og endurtaka þau endalaust í fréttatímum og Speglinum sínum.
Hins vegar snarhéldu Fréttastofumenn Rúv sínum kjafti um greypileg kosningasvik Steingríms J. árið 2009 um að VG-menn myndu aldrei samþykkja ESB-umsókn, en gerðu það svo að kosningum loknum!!! Aldrei var verið að endurtaka þessi raunverulegu loforð Steingrím J. og hans flokks,* vegna þess að Rúvarar eru flestir ESB-sinnar og hugsanlega einnig á spenanum hjá fjárstyrkja-spreðandi Evrópusambandinu.
* Sjá hér um þessi grófustu kosningasvik allra fullveldisáranna frá 1918.
Jón Valur Jensson, 3.9.2016 kl. 15:26
Hr Guðfræðingur. Hér er málfrelsi, annað en á þínu bloggsvæði, þannig að haltu þig þá bara það ef þetta er of mikið fyrir þig. Nú er þér svarað á sama hátt og þú ert búinn að tala niður til mjög margra síðustu ár og þá vælir þú sem aumt ,danskt beikon (lesis sem stunginn grís...) Þú spyrð mig um viðtöl við BB hjá Speglinum. Ljóst má vera að þú hlustar ekki mikið á þann góða þátt úr því að þú þarft að spyrja. Hvet þig til að ná í hlaðvarp af þessum þáttum og hlýða á frábæra dagskrárgerð og um leið að komast að því sem rætt var við BB, sjá hér: http://ruv.is/thaettir/spegillinn
Þú ert bara ekki að ná þessu, báðir stjórnarflokkar lofuðu að láta kjósa um áframhald með viðræður við ESB (ekki koma með þína útúrsnúninga um viðræður/aðlögun..,bín þer bífor). Sé svo að þú vilt spyrja meira um RÚV. Sendu þeim póst, ekki spyrja mig, ég er ekki hér í boði RÚV, frekar en þú sem fulltrúi Útvarps Sögu, þó svo að okkar ástsæli Forseti hafi snýtt þér þar í beinni fyrr í sumar, sem var mjög fyndið. Í staðinn lagði guðfrægðingurinn, sem kann greinilega ekki boðorðin öll, í daglegan leiðangur að fara með rangindi eftir okkar ástsæla forseta, honum sjálfum (guðfræðingnum) til háðungar. Annars góður bara.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.9.2016 kl. 16:02
...næsta skref er venja hjá Guðfræðingnum, þegar hann glímir við rökþrot, að ráðast á stafsetningu þeirra sem "ræða" við hann , ef það er þá hægt. Þannig að ég bíð spenntur eftir yfirhalningu um Ízlenskt mál (og væntanlega flokk Guðfræðingsins, sem mældist með mögulega 0.6 % í síðatsa Þjóðarpúlsi. Þar sprakk lítill fílapensill sem aldrei varð...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.9.2016 kl. 16:06
Sigfús Ómar hefur þú ekki runnið út af sporinu með þessa tuggu um þöggun RÚVara? Þessi pistill fjallar einmitt um pólitískt hamsleysi RÚVaranna sem þeir geta ekki lengur falið. Arnar Páll opinberaði viðhorf sitt til Framsóknarflokksins af því að þannig er honum tamt að tala.
Ragnhildur Kolka, 3.9.2016 kl. 18:22
Sigfús Ómar Höskuldsson.
Það er tvennt sem þú virðist ekki fær um að skilja.
1. Það eina sem er hægt er að semja um vegna inngöngu í ESB er hve mikinn tíma þarf til að fullgilda inntökuskilyrðin. Annað er ekki í boði, sama hvað þú nefnir skilyrðin fyrir inngöngu. Þú semur ekki við Frímúrara um að þú fáir að ganga þar inn á þínum forsemdum. Innganga þín er á forsemdum Frímúrara. Ef þú sættir þig ekki við það, er ekkert um að tala. Sama gildir um hinn klúbbinn, ESB.
2. Því var aldrei lofað að fara í viðræður og kjósa um það. Það var sagt að aldrei yrði farið í frekari vinnu um inngöngu í ESB, nema að undangenginni kosningu. Á þessu er regin munur. Ef þú lofar að synda ekki yfir Ermasund nema að ætla að æfa þig í sjósundi fyrst, táknar ekki það, að þú sért búinn að lofa því að synda yfir Ermasundið.
Fyrst verður að svara því hvor þjóðin vilji ganga í ESB, þá er hægt að fara í viðræður um hvað langan tíma við fáum til að fullgilda inngöngu okkar og uppfylla lagaramma ESB. Þetta skildu þingmenn og kjósendur Samfylkingarinnar ekki og skilja ekki enn, - nema Össur.
Benedikt V. Warén, 4.9.2016 kl. 12:11
Ágæti Benedikt, takk fyrir þetta.
Ég skil margt, annað skil ég bara ekki. Skil til að mynda ekki þessa fullyrðingu um að ekki sé hægt semja við ESB, ástæaðan gæti verið rétt tæplega meðalgreindin eða þessi skýrsla; https://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf, þá helst bls 27. Þú kannski tékkar því áður en þú heldur áfram. Með loforðin, ef þú styður við núverandi ríkisstjórn, þá skil ég vel að þú viljir ekki að staðið sé við gefin loforð, enda líklega vanur, þar sem nokkur hafa verið svikið á kjörtímabilinu. Sem fyrr, vísa í þesa einföldu samantekt um loforð, fyrirætlanir, vilja og svo framvegis : https://www.youtube.com/watch?v=014HKVcM58w
Ég skoða með Ermasundið.....síðar.
Góða skemmtun.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.9.2016 kl. 20:15
Kolka, munum það að höfundur er einn þeirrs sem hefur tekist á við fréttamenn fyrir dómstólum, þannig að hann verður seint talinn til stuðningsmanna frábærrar fréttastofu RÚV. Þess vegan nýtur hann þess hér, að pára allskonar fyrir aumingja, svo notuð séu fróm orð fyrrverandi borgarstjóra, um téða fréttastofu. Einkar sómakært, sér í lagi, að sömu starfsmönnum er nú einatt bannað að tjá sig um einstök mál á samfélagsmálum.
Gott væri svo ef þú gætir komið fram með önnur rök en þitt eigið, pólitíska mat á "pólitísku hamsleysi" fréttastofu RÚV. Nú þýða ekki bara barmsins bollalengingar, heldur rök og eða rannsóknir.
Téður Arnar Páll gerði mistök, stór mistök, sem hann gerði , ekki fréttastofan, mötuneytið, húsvörður eða tæknideild, þannig að RÚV kemur þessu atviki ekki við nema hvað að téður Arnar Páll starfa þar. Svo sýndi RÚV, með Rakel í farabroddi og baðst afsökunar á málinu. Málið þar með dautt. Bara vampírur og aðrir uppvakningar vilja halda málinu á lofti sem pólitíkst vopn, því þeir og þær hafa engin önnur.
Sjá afsökunina hér: http://www.ruv.is/i-umraedunni/frettastofa-ruv-harmar-ummaeli-starfsmanns
Hættu þessu svo bara sjálf og gættu hvað þú segir kona.
P.s Mættir þú í Valhöll að kjósa í gær, ég fór, ásamt hinum rétt ríflega 3000 manns, sá þig ekki þar
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.9.2016 kl. 20:22
Sigfús Ómar, Þessi þöggunarþráhyggja þín er frekar hlægileg í ljósi þess að Páll hafði sigur í dómsmálinu gegn RÚV. Dómsmáli sem fjallaði um rangfærslur fréttastofunnar í máli sem skiptir þjóðina miklu.
Umhyggja þín fyrir Arnari Páli og svokölluðum "mistökum" hans og afsökunarbeiðni er aumkunarverð. Gang i gang hafa pólitíkusar beðist afsökunar á orðum sínum eða gerðum án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess. Má þar minna á SDG, HBK o.fl., en svo eiga allir að miskuna sig yfir fjölmiðlunga sem opinbera andúð sína á ákveðnum pólitíkusum. Það birtist ákveðinn halli á hlutleysinu í þessari kröfu um að "málið sé dautt."
Það leynast greinilega víða vampírurnar og uppvakningarnir.
Ragnhildur Kolka, 5.9.2016 kl. 09:37
Sigfús. Ég get ekki með nokkru móti tekið ábyrgð á illa upplýstum stjórnmálamönnum sem bulla út í eitt til að sýnast vera með í umræðunni. Þegar verkið var stoppað, í tíð Samfylkingarinnar, kom fram að ekki yrði af stað haldið fyrr en að undangenginni atkvæðagreiðslu. (Sjá færslu mína hér að ofan). Eftiráumræða og taugaveiklun skiptir þar engu. Ítrekað hefur komið fram frá ESB að ekki sé hægt að semja um annað en tímarammann. Gugglaðu um það.
Hitt er alveg morgunljóst að fyrst þarf að kjósa um hvort íslendingar eigi að fara í þá vegferð að sækja um inngöngu, áður en farið verður af stað. Þetta skildi Samfylkingin ekki, nema Össuri, sem varð það ljóst á seinni stigum hver afglapaháttur Samfylkingrinnar og VG var. Hjá öðrum var ekki inn í myndinni að sækja um og á meðan svo er, verður ekki kosið um framhald viðræðna. Fara verður aftur á byrjunarreit, sama hvað þú gúgglar.
Eftir situr eina spurningin sem skiptir máli: Viltu ganga í ESB?
Fyrr en búið er að kjósa um það, skipta hártogarnir út og suður engu.
Benedikt V. Warén, 5.9.2016 kl. 11:26
Benedikt, þá stendur eftir þín orð um að " Því var aldrei lofað að fara í viðræður og kjósa um það", sem jú var víst lofað af þó nokkrum stjórnmálamönnum. Því er fullyrðing þín röng.
Það er ekki hægt að kjósa um þessa spurningu þína, ekki frekar en þinn fasteignasali gæti sagt við þig, eftir að hafa skoðað fasteignayfirlitið, viltu kaupa íbúða eða ekki. Fyrst skoðar þú myndir, svo ferðu á staðinn, svo gerir þú tilboð, svo kaupir þú.
Svo má skilja ótta andstæðingana einmitt við þetta mál, þeir þora ekki að leyfa þessari spurningu að koma fram ; Á að ljúka við viðræður við ESB. Því þeir hinir sömu vita svarið.
Liggur augljóst fyrir.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2016 kl. 12:05
Kolka, ég er ekki gera neitt annað en vísa einmitt til meints haturs höfundar hér á RúV, sér í lagi Fréttastofu. Hitt veit ég að höfundur vann téð mál og hefur sýnt hatur hans aukist til muna eftir það.
Takk fyrir að sjá viðbrögð mín um mistök fréttamannsins Arnars Páls, gott að sjá fólk eins og þú sjáir að einn geti verið mannlegur og umborið mistök annars. Mættu fleiri taka þann góða sið upp hér. Vona bara fyrir þína hönd að þú gerir aldrei mistöku, það er greinilega ekki mikið liðið í þínu umhverfi, miðað við hvernig þú vilt heimfæra eins mistök á hóp allra.
Þú virðst alveg gleyma í þessu pirringskasti ´þinu að téður Arnar bað strax afsökunar og Rakel, hans yfirmaður fylgdi svo í kjölfarið.
Málið dautt.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2016 kl. 12:10
Sigfús. Nú ert þú kominn í hártoganir sem er þér ekki sæmandi. Samningur milli stjórnarflokkanna er skýr. Stöku þingmenn geta síðan bullað út og suður. Það hefur enga merkingu.
Hvað varðar húseign er allt annað en innganga í ESB. Meira segja þú gætir áttað þig á því, með að skoða hlutina.
En ef þráhyggjan á að vera alsráðandi hjá þér og hártoganir, sem þú virðist góður í, þá verður bara svo að vera.
Benedikt V. Warén, 5.9.2016 kl. 12:53
Sigfús, ádráttur um að kjósa um "framhald viðræðna" var píndur (af Rúvurum og 365-urum) út úr fáeinum stjórnmálamönnum, sem voru og eru þó meðlimir stjórnmálaflokka sem formlega hátíðlega höfðu á landsþingum sínum lýst því yfir 2013, skilmálalaust, að hætta ætti við umsóknina. Allt annað mál er, að þeir flokkar vilja ekki, að samþykktar verði nýjar viðræður, nema þá (t.d. 2025 eða 2040!) fari fyrst fram þjóðaratkvæðagreiðsla um ákvörðun um nýja umsókn.
Reyndu nú að troða þessu undir heilaskelina á þér -- eða hætta ella vísvitandi blekkingum.
Svo tek ég undir með Ragnhildi um mismunandi meðferð [hlutdrægra fjölmiðla!] á hinum ýmsu afsökunarbeiðnum!
Og Benedikt V. Warén á hér meiriháttar góð innlegg.
Jón Valur Jensson, 5.9.2016 kl. 12:53
Kæri Guðfræðingur; Oft sér ógott um gelur. Hvernig þú, hámenntaður maðurinn færð það út að loforð sem báðir formenn núverandi stjórnarflokkar gáfu, nokkuð skýrt, ítrekað, var búið til af (þá líklega starfsfólki 365 og kommunum hjá RÚV) er einföld ráðgáta.
Ég veit ekki hvað sé undir "minni heilaskel" og efast stórlega um að e-ð meira leynist í þinni, hitt veit ég að loforð er loforð. Þó svo að þú kunnir ekki að standa við þín heit (veit þá á hvað og hvernig mögulegir þingmenn Ízlensku Þjóðfylkirnarinnar munu höndla slíkt, með svikum), þá er það að lágmarki að þeir sem fara fyrir þjóð standi við sitt.
Auðvitað á að kjósa um áframhaldið, hvort eigi að ljúka við samingaviðræður (vísa í bls 27 í skýrslu Utanríkisráðuneytisins um gang viðræðna frá því í apríl 2013) við ESB.
Ef þetta er svona ljótt og vonlaust, þá verður áframhaldið fellt, nær örugglega í næstu atkvæðagreiðslu.
Vertu nú ekki svona ósnotur og reyndu að átta þig á einföldum staðreyndum.
Á ekki von á því að þú svíkir þau loforð sem þú kannt að gefa þínum dætrum eða er það svo ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2016 kl. 16:22
Ágæti Beneditk, sem fyrr, takk fyrir þitt framlag.
Ég held að ég sé algerlega saklaus um hártoganir. Ég er ekki að apa upp loforð einstakra þingmanna, frekar að horfa í það sem báðir formenn fráfarandi stjórnarflokka gáfu hér vorið 2013, að það yrði kosið um áframhald viðræðanna um ESB, á fyrrhluta yfirstandandi kjörtímabils. Það var svikið, svo ljóst má vera.
Við skulum nú reyna að vera kurteisir við hvorn annan, e-ð sem tíðkast oft ekki hér á síðu höfundar ef skoðunarandstæðingar tjá sig hér ;) Mér finnst nú myndlíking mín með íbúðina vera hreint ágæt. Þá þannig meint að þú samþykkir ekki e-ð óséð. Svo sest þú ávallt niður á rökstóla og prúttar/semur um niðurstöðu. Hvort sem þú gefur eftir, tekur á þig, til lengri eða skemmri tíma. En við megum vera ósammála um það ;)
Þetta er skýrt í minum meðalgreindum huga, að kannski eru gallar við að ganga í ESB, án efa. Svo geta verið miklir kostir, fyrir fleiri en færri. Þetta verður að skoða frá öllum hliðum en ekki, eins og ég hef upplifað, að þeir sem eru andstæðingar hafa viljað mata, stýra umræðunni gegn aðild, þannig að þeir sem vilja skoða báðar hliðar hafa verið gagnrýndir fyrir það. Jafnvel harðir andstæðingar ESB, þá eins og Guðfræðingurinn og höfundur vita að það eru kostir að ganga í ESB. Það eru líka gallar. Að mínu mati eigum við að halda því áfram, draga þetta allt fram og sýna báðar hliðar, svörtu á hvítu , þannig að fyrst þá er hægt að kjósa um aðild. Fram að því eru og verða margir hlutir í mikilli þoku, þar sem erfitt er að greina á milli.
Takk fyrir spjallið.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2016 kl. 16:31
Hr Guðfræðingur, gleymdi einu en mjög mikilvægu.
Lengi lifi Guðni TH.
Sjá hér:http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/09/05/anaegja-med-storf-forseta-islands-ekki-maelst-meiri-fra-upphafi/
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2016 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.