Viðreisn er Björt framtíð Sjálfstæðisflokksins

Björt framtíð var fyrir síðustu kosningar stofnuð af forystu Samfylkingar til að fanga krataatkvæði sem ekki rötuðu til móðurflokksins. Fyrir næstu kosningar þjónar Viðreisn sambærilegu hlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Viðreisn er hægrikrataflokkur er leitar á mið borgaralegra þenkjandi kjósenda sem hlynntir eru velferð og gjalda varhug við ójöfnuði.

Verkefni Viðreisnar er að soga til sín atkvæði sem áður voru Sjálfstæðisflokksins en lentu við hrun hjá Samfylkingu sem fékk 30 prósent fylgi árið 2009 en mælist nú með um 8 prósent. Fyrir kjósendur sem keyptu áróðurinn um að Sjálfstæðisflokkurinn væri hrunvaldur nr. eitt er dálítið erfitt merkja X við D.

Vinstrimenn eins og Björn Valur, varaformaður Vinstri grænna, hjálpa til með því að útlista fyrir kjósendum að atkvæði greitt Viðreisn sé á kostnað Sjálfstæðisflokksins. En þeir eru margir kjósendurnir sem einmitt vilja að atkvæði sitt hafi þau áhrif. En þeir vilja ekki að vinstraslysið frá 2009 til 2013 endurtaki sig. Viðreisn er svarið við væntingum þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er nú ekki hægt að hæla Páli blaðamanni fyrir þessar pælingar.   Björt framtíð stofnuð af forustu Samfó !! 

menn sem vilja láta taka sig alvarleglega setja ekki fram slíka óboðlega þvælu Páll.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.8.2016 kl. 08:51

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Það vita nú allir sem áhuga hafa hvaðan Björt framtíð er ættuð Jón.

Steinarr Kr. , 26.8.2016 kl. 13:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er komið nýtt orð yfir Hrunið: "Vinstra slysið frá 2009-2013." 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2016 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband