Fimmtudagur, 25. ágúst 2016
Sigurður Ingi: 80 Píratar drepa stjórnarskrárbreytingar
Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að í innanflokkskosningum Pírata hefðu 80 sagt nei við breytingum á stjórnarskrá en 60 já.
Eftir innanflokkskosningu Pírata ákváðu Samfylking og Vinstri grænir að fylgja stefnumótun þessara 80 og hafna stjórnarskrárbreytingum.
Það verður munur, eftir kosningar, þegar 80 Píratar stjórna landinu.
Leggur til stjórnarskrárbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla rétt að vona að þetta ákvæði kalli á einhverja lágmarks kosningaþátttöku:
"15% kosningarbærra manna geti krafist þess að nýstaðfest lög frá Alþingi verði borin undir þjóðina í almennri, leynilegri og bindandi atkvæðagreiðslu"
að öðrum kosti mun ríkja hér algert stjórnleysi.
Ragnhildur Kolka, 25.8.2016 kl. 16:56
Stjórnleysi, þessi var góður, kanntu annan, ágæta Frú Kolka. Líkt og margir hér, þar á meðal höfundur, sem mig langar að þakka fyrir að hafa komið í veg fyrir með fulltingi flokksbróðurs síns í Flugvallavinasóknarsambandinu, að koma í veg fyrir að starfsmenn RÚV geti nú tjáð sig á samfélagsmiðlunum, að nú eru tímar að breytast og flestir kunna og vilja breytast með. Svo eru hinir sem trúa á íhaldssemina og best sé að "sínir flokkar" ráði, óháð því hvað sé á prjónunum, bara að "rétta fólkið" sé á réttum stöðum. Nú hefur það kerfi algerlega gengið sér til húðar. Báðir stjórnarflokkarnir hafa stjórnað hér í einni eða annarri mynd frá sjálfstæði og hver er árangurinn ? Ekki boðlegur að mínu mati langt frá því að vera til eftirbreytni. Spilling, misskipting, innviðabrot, menntamál í rúst. Nú eru nýjir tímar, sem Frú Kolka er mjög ósátt með, að mínu mati, enda getur hún nú ekki fengið sitt frá "sínu fólki".
Hér hefur nefnilega ekki verið stýrt, heldur góðgætinu útdeilt á færri á kostnað fleiri. Nú kann það að breytast. Á meðan sitja höfundur og Frú Kolka eftir á búkkum.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.8.2016 kl. 17:53
Það var reyndar á flokksráðsfundi Samfylkingar í vetur sem yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna var á móti þeirri geldingu á ákvæðum um auðlindir og náttúru sem felst í tillögum stjórnarskrárnefnda.
Ómar Ragnarsson, 25.8.2016 kl. 22:53
MR. Sigfús Ómar; á landinu hefur ríkt pólitísk styrjöld í a.m.k. 9ár milli vinstri/Esb og Sjálfstæðissinna,sem langflestir Íslendingar kusu.Það verður aldrei hægt að sættast við ykkur ESb sinna fyrr en sambandið fer á hausinn með €-aurinn. Það er víst stutt í það.
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2016 kl. 23:07
Hollt og gott að sjá að téð Helga er kona átaka. Held að sá hópur sem Helga vitnar til með orðunum " ESb sinna" sé ekki fólk átaka, hvaða vini svo téð Helga kýs að velja sér. EF ég tala fyrir mig og mig einan, þá er ég bara þannig hugsandi að ég get ekki látið annan hóp af fólki ákveða mína framtíð, og minna barna; bara að af því að einn hópur telur sig yfir mig hafinn og segis "vita betur". Ef val um ESB er svona skýrt, vont og gott, látum þá það reyna, ljúkum aðild/samninga/inngöngu-viðræðum og leyfið þá öllum, háum sem lágum að gera upp við sig. Í mínum huga þetta mjög einfalt. Hér eru hagsmunahópar sem eru að verja sitt. Þeir eru svo búnir að selja einföldum sálum, að mínu mati, að ESB snúist um landráð eða ekki. Slíkt er ekki búið að selja mér enda tregur yfir höfuð. Hvað hóp tilheyrir þú Helga ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 08:35
Held þú hljótið nú að vera búin að þurrausa þig af persónulegum blammeringum og dylgjum Sigfús Ómar. Þú ert aldrei eins mælskufræði og þegar þú ert að bölsótast út í fólk sem ekki er þér sammála. Reiði virðist vera sú tilfinning sem knýr þig áfram og því rígheldurðu þig í steindauða ESB umsókn. Heimtar að haldið sé áfram með viðræður sem annar aðilinn neitaði að taka þátt í lengur og skildi þannig Össur og Samfylkinguna eftir á skeri. Eina þjóðaratkvæðiskosning sem mögulega gæti verið í boði, eins og staðan er i dag, er " viltu að Ísland gangi í ESB? Já....Nei."
Össur og Samfylkingin höfðu ekki kjark til að greIna heiðarlega frá stöðu mála og því tuggast einfeldningar, eins og þú, á kosningu um áframhaldið.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2016 kl. 10:09
IPaddinn tók af mér völdin rétt einu sinni - mælskufræðin eiga vitaskuld að vera mælskur.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2016 kl. 10:12
Ágæta frú Kolka, haltu öllu tilfinningaklámi fyrir þig, þú veist lítið um mínar, né ég um þínar. Veit ekki um neinn reiðan um málefni ESB; kannski þá sem berjast mest á móti en veit það samt ekki. Ég er einfaldleg að benda á þá staðreynd að af fólki var tekin sú ákvörðunartaka um að meta sjálft hvort ESB henti þeim eða ekki, og það án þinna skoðanna og annarra sem fá út úr því að gera þarfir sýnar yfir fólk sem kaupir ekki allt hrátt, af Heimsýn og/eða annarra þjóðernissamtaka, að mínu mati. Hvað þér finnst um Össur, má bara vera á þínu lyklaborði, mig varðar lítið um það. Ég vil einfaldlega sjá hvað er/var í boði, með undanþágum, tolllækkunu, styrkjum, þvingunum, kostum og göllum, áður en lykilpersónur í stjórnarflokkunum fara segja mér fyrir verkum. Það er ekki í boði að fara þína leið, enda getur enginn sagt (ekki einu sinni utanríkisráðherra landsins, þá fyrrverandi, gat sýnt fram á samningsmarkmiðin og þó er hann harður andstæðingur ESB, hvers vegna ?) hvort að ESB sé eða slæmt, fyrr en ALLIR kostir eru á borðinu. Annað er forræðishyggja sem jú sumir flokkar fíla og hafa gert hér síðustu áratugina. Hafðu það svo reglulega gott í dag og reyndu nú að sætta þig við aðila sem hefur andstæðar skoðanir en þú sjálf.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 10:47
Jæja, þá er tryggilega búið að fá það a hreint að Sigfús Ómar er ekki bara haldinn þráhyggju um svokallað "bann á tjáningarfrelsi starfsmanna ríkisfjölmiðilsins" heldur virðist strandsigld umsókn í ESB líka hvíla þungt á honum. Meðan svo þung mál eru að berjast um yfirráð í heilabúi hans er kannski ekki furða þótt hann eigi í erfiðleikum með að hemja skap sitt.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2016 kl. 11:27
Ragnhildur Kolka, ef ég vissi ekki betur en að þú og Kjartan Gunnarson værðu perluvinir, þá myndi ég halda eftir lestur síðasta innleggs þíns halda að þú værir; A= ólæs B= Kolklikkuð. Held í raun að þú sért hvorugt en það lítið að eiga við þið orðastað, þú ferð í klisjurnar.....já og í manninn.
Sumum er bara ekki bjargandi. Það eru pappakassar í öllum vælubílum... það er ljóst
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 12:00
...en minni á þakklæti til höfundar hér að ofan, að hafa ásamt fyrrverandi stjórnarformanni Orkuveitunnar, svona um það bil þegar Sjálfsstæðismönnum- og konum tókst næstum því að selja OR til einkaaðila, að koma í veg fyrir að starfsfólk RÚV fái að tjá sig á samfélagsmiðlum. Það er e-ð....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 12:13
Jæja ég fór snemma frá átakasvæðinu í gær,þar sem skylmast er með stílvopnunum.- Sjálfstæði þitt Mr.Sigfús er fullkomlega virt og það er vonandi gagnkvæmt. Þess vegna erum við frjáls ferða okkar um allan heim.En þú stendur ennþá við afgreiðslu borð ESB og bíður eftir tilboðum í viðræður og samninga! þú ert líklega seinasti "Móhikaninn" sem trúir á viðræður við útþennslu apparatið.
Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2016 kl. 12:38
Ágæta Helga, þú mátt kalla mig nöfnum ef þér líður betur með það. Ég er einfaldlega að benda á það sjónarmið, að við, meira að segja anis mörg, sættum okkur ekki við það að nokkir aðilar, með hagsmunabakpokann á herðunum, komu í veg fyrir það að ég, þú , amma, nágranninn gátum/máttum segja skoðun okkar á ESB. Kannski verður niðurstðan sú að þetta var vont frá upphafi. En það skal enginn segja mér að það að ganga í ESB hafi ekki geta fært fleirum en færri betri, bættari kjör en nú eru á landinu. Svo voga menn sér nú að vísa í óstöðugleikann annarrastaðar og vísa til Englands eftir Brexit. Pundið var stöðugt fram að Brexit. Svo neita menn að það séu varanlegar undanþágur, skoðið Danmörku, þeir eru með varanlega undanþágu. Að lokum þetta. ESB er ekki fullkomið, heldur ekki að búa á Íslandi eins og því hefur verið stýrt. Það að einn, verðandi smáflokkur hafi tekið þann rétt af mér að velja, já ég við ljúka við undangegnar umræður við að fara inn í ESB er lýðræðislegt neðanbeltishögg. Enda má þessi smáflokkur fara fjandans til.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 13:39
Verð nú að segja Sigfús, að þú ert óþarflega óforskammaður að ásaka mig um "að fara í manninn" eftir að hafa hellt yfir mig dylgjum og svífyrðingum af því að ég hef aðrar skoðanir en þú. Ég er aðeins að benda þér á að það gæti verið heppilegt fyrir þig að reyna að koma ró á hugann áður en þú ferð að tjá þig svona opinberlega.
En varðandi kröfu þína um að sjá hvað er í boði hja ESB þá hefur síðuhaldarinn hér, Páll, sem þú virðist fylgjast sérlega náið með, margítrekað birt leiðbeiningar ESB fyrir umsóknarferlið. ÞAR ER EKKI BOÐIÐ UPP Á NEINAR UNDANÞÁGUR aðeins AÐLÖGUN.
Það væri heldur ekki úr vegi að þú kynntir þér efni nýrrar bókar eftir nobelshagfræðinginn Joseph Stiglitz: The Euro: How a Common Currency Threatens the Future of Europe, en ágæt umfjöllun um bókina birtist nýlega í The Guardian. Læsileg jafnvel hinum tregustu.
Ef þér finnst þetta ekki nægja þá getur þú eflaust orðið þér út um innihald fyrirlesturs sem haldinn var í HÍ í gær um "Öryggi í Evrópu: hlutverk Rússlands og NATO". Fyrirlesarinn Janne Haaland Matlary er prófessor við Oslóarhaskóla og ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar í öryggismálum. Hún tók ítrekað fram að öryggismál í sambandinu væru í molum og því eru Norðurlöndin að styrkja samvinnu sín á milli og treysta á að Bretar sjái hagsmunum sínum betur komið í NATO og í samvinnu við smáþjóðirnar við norðanvert Atlandshafið.
Með hagkerfið og öryggismálin í rúst þa er lítið til ESB að sækja annað en hringrás skattpeninga sambandsþjóðanna sem að mestu stöðvast þó í Brussel. Reyndar a ESB víst heimsmetið í óuppáskrifuðu bókhaldi, en það getur varla verið að svo vamlaus maður, sem þú telur þig vera, vilji keppa við.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2016 kl. 14:31
Sigfús, talandi um að fara í manninn. Gerir þú ekki Ragnhildi upp skoðanir, nú sem fyrr? Svo er ekki hægt að fara í samningaviðræður við þetta bákn. Það væri um að ræða að sættast á yfirtöku þess yfir landinu eða segja nei.
Elle_, 26.8.2016 kl. 14:41
Kolka, þú getur ekki bæði skemmt skrattanum og pantað að vera englinn. Þú færð það sama frá mér og þú býður mér eða eins og amma mín sagði við okkur ef við gerðum skammarstrik; "þeim svíður sem undir mígur". Skoða þú nú hvernig þú talar hér um mig og komdu svo til baka..
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 17:17
Elle, er frú Kolka ekki hæf um að sjá um sig sjálfa ? Ég svara þeim hinum sömu á þann hátt sem þeir skilja. Alveg eins þú kaust að gera, að orða þin skilaboð til mín á kurteisan hátt (fyrir utan nafnamerkingar), þá legg ég mig í líma við að endurgjalda það.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 17:19
Kolka, ég hef lesið þetta pár þitt um hið "vonda" ESB, það breytir engu um að samningaviðræður á að klára. Þá liggur þetta fyrir. Þú afgreiðir ekki íbúðalkaup með því að skoða myndirnar. Hér vitnar þú til ýmisa höfunda. Gott og vel. Hitt stendur eftir, að íbúar, skattgreiðendur, neytendur, í ríkjum Norður Evrópu hafa það mun betra en við. Ég væri líka til að sjá okkur sem skulda- og skattgreiðendur sjá e-ð annað gert við þessa 22-50 milljarða sem við greiðum fyrir að halda upp vonlausum gjaldmiðli, sem enn og aftur, sumir alls ekki allir, geta haft not af. En þetta vilja hagsmunaöflin ekki. Betra að hafa Hansakaupsmennskuandann yfir þessu áfram og láta lýðinn lepja úr lófa. Ítreka enn og aftur það sem ég hef haldið fram, ef ESB er svona vont eins þú, já og höfundur vilja halda fram, þá klárum við samninga/aðlögun/inngöngu og kjósum um málið. Þá hlýtur þetta að koma í ljós. Skárra er það feluleikurinn sem hagsmunagengið heldur hér fram.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 17:27
Sigfús, hún er örugglega fær um það, en á maður að standa og horfa út í bláinn meðan ráðist er á fólk aftur og aftur og endalaust? Og fyrir hvað?
Elle_, 26.8.2016 kl. 17:49
Eins og ég las það var hún að svara fyrir sig. Eins og þú telur þig líka vera að gera.
Elle_, 26.8.2016 kl. 17:51
..."ráðist er á fólk aftur og aftur og endalaust" Et tu Helga ?
Bentu mér á meintar árásir... Ekki sá ég þig verja mig þegar sumir hér fóru í tilfinningaklámið til að útbýja mig, né heldur sá ég þig biðjast afsökunar á því að kalla mig móíkana.
Hræsni.is
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 18:22
Nei ég er ekki Helga. Og Helga er öndvegismannesja. Kallaði ég þig hvað?? Núna ertu farinn að missa þig, aftur, orðinn reiður yfir einhverju sem á enga stoð. Sko, hræsni kemur minni persónu ekkert við.
Elle_, 26.8.2016 kl. 18:37
Kolka, ég hef lesið þetta pár þitt um hið "vonda" ESB, það breytir engu um að samningaviðræður á að klára. Þá liggur þetta fyrir.
Það er ekki hægt að klára það sem er ekki til. Það voru engar samningaviðræður í gangi og verða ekki við þetta bákn. Það er bara upptaka laga þeirra. Þetta hagsmunagengi sem þú talar í sífellu um, er fjöldi þeirra sem vill fara þangað inn, öfugt við það sem þú segir.
Elle_, 26.8.2016 kl. 18:52
Fyrirgefðu, ég nefndi nafn þitt rangt. ruglaðist á aðilum. Enginn reiður, mér leiðist bara þegar fólk heldur að það geti stjórnað mér."Kolka, ég hef lesið þetta pár þitt um hið "vonda" ESB, það breytir engu um að samningaviðræður á að klára. Þá liggur þetta fyrir." Þetta stend ég við, sjá gagn frá Utanríkisráðuneytinu í apríl 2013. Minnsta kosti ber titill skýrslunnar sinn tiltil. Hvet þig líka til að skoða blaðsíðu 27 í sömu skýrslu.
https://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf
Rest my case....
Bentu mér á einn "hagsmunaraðila" sem vill fara inn í ESB, líkt og orð þín hér: Þetta hagsmunagengi sem þú talar í sífellu um, er fjöldi þeirra sem vill fara þangað inn, öfugt við það sem þú segir.
Hér snýrð þú út úr að mínu mati. Kannski vilt þú búa í ríki þar sem sumar reglur gilda fyrir suma en ekki aðra ?
Dæmi; hér er flokkur sem hreint elskar "markaðinn". Nú nýverið voru miklar eignir Ríkis afhentar án þess að kaupendur væri gefni upp. 2014 voru milljarðar gefnir vegna sölu á kortasölufyrirtæki. En "markaðurinn" má ekki gilda um okkar helstu auðlind. En "markaðurinn" má halda hér tollalækkunum(20% lækkun tolla, 4.7 % hækkun á markaði) fyrir sig og halda gengishagnaði vegna styrkingu gengis út af fyrir sig. Kannski finnst þér, já og Frú Kolka mun án efa vísa til öfundar, kommúnism og annara skemmtilegra hluta, gæti ekki verið meira saman, þetta vera í lagi. Þar er ég ósammála þér. Hér þarf greinilega meira eftirlit með "markaðnum", því hann hann hagar sér mun öðruvísi en í löndum sem við vijum bera okkur saman í Norður Evrópu.
Svei því bara.
Klára samingaviðræður við ESB og það strax.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 19:13
Nei ég sný ekki út úr neinu, það er ekki minn stíll að snúa út úr einu eða neinu. Og mér datt ekki í hug að fara að stjórna neinum. Nenni ekki að ræða við manneskju sem er í sífellu með rangfærslur um mann. Og svo var ég að tala um hagsmunamanneskjur eins og Björgólf Thor og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Elle_, 26.8.2016 kl. 19:42
Það er EKKI HÆGT að klára neinar samningaviðræður við þetta bákn. Það voru aldrei neinar samningaviðræður. Það var upptala laga þeirra. Þú ætlar samt að halda þessari vitleysu fram út hið óendanlega. Það verður ekkert klárað sem var aldrei til. Það er eins og að segja að þú ætlir að klára fisk og kartöflur af galtómum diski.
Elle_, 26.8.2016 kl. 19:47
Hér sýnir þú, að mínu mati, helsti gæði þeirra sem hatast við ESB, um leið og rök eru lögð á borð, þá er farið í formið, frekar en málefni. Hér legg ég fram rök frá ráðuneyti einu sem þekkir líklega betur til málanna en ég, þú, frú Kolka, já og siðfræðingsins, höfundar bloggsins en þá svarað með leiðindur en ekki málefnalega því sem lagt er fram.
Þá stendur enn eftir ósvarað, ef þetta er svona vont allt í ESB, hví má ekki ljúka því sem var byrjað á og skýrslan vísar til og kjósa ? Því er bara ekki svarað. Synd og skömm....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 20:06
Ekki veit ég hvað þú skilur ekki. Svipað að vissu marki og að ræða við Magnús Helga en getur varla orðið það slæmt. Það lagaupptökuferli (ekki samningaviðræður) var stopp vegna þess að stjórnarskráin bannar fullveldisframsal. Svo er ég orðin þreytt á persónulegum skotum þínum sem koma mér nákvæmlega ekkert við.
Elle_, 26.8.2016 kl. 20:18
Ha, gaman væri að sjá rök fyrir " stjórnarskráin bannar fullveldisframsal.", með inngöngu í EES, þá hefur slíkt farið fram í áraraðir.
Þessi rök halda ekki vatni.
Samningaviðræður voru stöðvaðar, fyrst hægt á þeim, gert með pólitískum vilja Samfó. Viðræður voru svo stöðvaðar á vordögum 2013.
Hér voru svo ráðherrar sem lögðu sig fram að skila ekki upplýsingum vegna viðræðnanna. Þannig að það sem var stöðvað að mannanna vilja, má aftur setja af stað.
Ein spurning, hvernig á að eiga við aðila eins og þig umræður, þegar aðili sem setur fram skoðanir, álti sem sitt eigið mat ,á gegndarlaust að vera með "persónuleg skot". Á slík umræða að fara í 3ju persónu. Verð að segja að viðkvæmni ESB andstæðinga ríður ekki við einteyming.
Annað hvort er maður eða ekki... ef ekki, þá á að gera e-ð annað.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 21:10
Lagaupptökuferlið var STOPP 2011. Stopp, komst ekki lengra nema skemma stjórnarskrána. Og þú varst með persónuleg skot, en þolir ekki gagnrýni sjálfur.
Elle_, 26.8.2016 kl. 21:29
Hvað ert þú að tala um, það var rætt við ESB fram til 2013. Voru þeir að skiptast á frímerkjum ? Koma með rök, takk.
Hvaða persónulegu skot ertu eiginlega að tala um ? Er það að svara þér og hafa skoðun á þinum orðum "persónuleg skot" ? Eins þá gott að sumir hér séu ekki í alvöru pólitík.
Er ekki málið að ræða málefnalega um málin ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.8.2016 kl. 21:41
Sigfús, það þýðir ekkert að koma með nein rök fyrir þig um þetta mál, þú hlustar ekki á það sem við erum búin að vera að endurtaka og endurtaka. Og endurtaka. Frá 2009 er fjöldi manns búinn að vera að skýra að stjórnarskráin bannar fullveldisframsal og að engar samningaviðræður geti orðið, ekkert nema lagaupptaka og yfirtaka þessa bákns. Og ég er búin fyrir löngu að fá yfirdrifið nóg af að heyra um það, ræða það, og bara vita um þetta ruglsamband. Svo kemur þú eftir allt og spyrð um hvað fólk sé eiginlega að tala. Svo var málið STOPP 2011.
Svo nenni ég ekki að fara að skýra hvað ég meina með persónuleg skot. Þessi samræða er orðin fáránleg og alltof löng. Við munum ekki komast lengra.
Elle_, 26.8.2016 kl. 22:41
...svo finn ég grein þar sem vísað er í að >ESB stöðvaði viðræður við Ísland 2011, ekki stjórnarskráin, gott ef þú tókst ekkki sjálf í umræðum þarna...hvort var aftur stjórnarskráin eða ESB....?
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1686532/
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 00:59
...Svo má finna pistla sem greina frá að ESB er að verða gjörspillt apparat,þar sem hundruð milljarða Evra af skattfé almennings aðildarlandanna,hverfa úr bókhaldinu árlega á óútskýrðan hátt.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2016 kl. 01:31
"...Svo má finna pistla sem greina frá að ESB er að verða gjörspillt apparat,þar sem hundruð milljarða Evra af skattfé almennings aðildarlandanna,hverfa úr bókhaldinu árlega á óútskýrðan hátt".
Gott og vel, auðvitað er svona sett fram sem huglægt mat og skilst sem slíkt, enda engin rök sem fylgja ummælunum. Gerir nákvæmalega minna en ekki neitt fyrir málefnalega umræðu um ESB. Þess þá heldur þarf að klára aðildarviðræður og leggja fram "samning" sem sýnir það vonda og það góða, ef e-ð slíkt er til. Einhverja hluta vegna vilja ESB andstæðingar ekki fara þangað. Kannski er það "góða" meira en þeir hinir sömu ráða við að berjast við. Hver veit ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 11:09
Sigfús, málið var komið í strand vegna íslensku stórnarskrárinnar.
Elle_, 27.8.2016 kl. 12:02
Stjórnarskrárinnar.
Elle_, 27.8.2016 kl. 12:03
Elle, ekki samkvæmt Heimsýn, sjá hlekk .
Svo fylgja engin rök um að stjórnarskrá hafi stoppað, nema þín orð.
Áttu gögn um málið ?
Hlutlægt mat kannski ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 13:20
Minni mitt eru rök,þar hef ég það eftir vinsrti/velferðarstjórn,rétt fyrir "strandið"að stjórn Evrópusambandsins hefði áréttað að án breytingar Stjórnarskrárinnar væri aðlögun ófær.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2016 kl. 13:59
Nei það eru ekki bara mín orð, Sigfús. Hinsvegar geturðu fundið nóg af efni um það sjálfur.
Elle_, 27.8.2016 kl. 14:41
Helga, gott væri að sjá vísun í rök. þýðir lítið víst að visa í manns eigins minni. Hef séð umræðu um stöðvun vegna annarra mála, þannig að fyrir mitt leyti stemmir þetta ekki.
Elle, þú ert að færa rökin fram, ekki mitt að elta annarra hugaróra, nóg samt....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 15:35
Hér er svo höfundi snýtt rækilega af starfsfólki RÚV; þið munið, þessu vonda "góða" fólki sem dirfist að hafa aðrar skoðanir á samfélaginu en höfundur og hinir í Flugvallarsamsóknarbrotinu.
Sjá hér:https://www.facebook.com/kastljos/posts/977740969039291
Ágæti höfundur, vantar þig pappír.... ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 15:39
Í alvöru ertu ekki viðræðuhæfur.
Elle_, 27.8.2016 kl. 17:08
Elle, held að ég sé ekki verri en aðrir.
En auðvitað, sitt sýnist hverjum.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 17:31
Ja ég kann allavega ekki að ræða við þig.
Elle_, 27.8.2016 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.