Ráðuneytið staðfestir Guardian - RÚV laug upp á forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra kom ekki að stjórnsýsluákvörðunum um nauðasamninga við föllnu bankana, segir í svari fjármálaráðuneytis við fyrirspurn á alþingi. Ráðuneytið staðfestir þar með orð blaðamanna breska blaðsins Guardian sem skrifaði strax í apríl um fjármál forsætisráðherra hjónanna  :

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

RÚV skeytti hvorki um heiður né skömm og þverbraut eigin siðareglur í raðfréttaflutningi sínum um mál Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans. Pólitískir andstæðingar Sigmundar Davíðs voru leiddir fram í röðum til að vitna um vanhæfi hans og jafnvel að forsætisráherra græfi undan efnahagslegu fullveldi landsins. RÚV hannaði fréttir til að rökstyðja þá skoðun að Sigmundur Davíð stundaði stjórnmál til að hagnast persónulega á kostnað almannahags.

RÚV laug ítrekað upp á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og stuðlaði beint að afsögn hans sem forsætisráherra. RÚV verður að sæta ábyrgð fyrir siðlausa misnotkun á fjölmiðlavaldi.

 


mbl.is Kom ekki að samskiptum við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Laug Sigmundur þá ekki þegar hann sagðist hafa barist fyrir góðum samningum við kröfuhafa þvert á hagsmuni þeirra hjóna?

Jón Bjarni, 24.8.2016 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skattaskil ráðherra eða maka hans hafa ekkert með stjórnsýslulegt vanhæfi að gera og það þjónar því engum tilgangi að blanda slíkum atriðum saman við þetta. Það kann þó að henta þeim sem vilja drefa málinu á dreif.

Í svari fjármálaráðherra kemur ásamt öðru fram að starfsmenn stjórnarráðsins, þar á meðal forsætisráðuneytisins, hafi komið að samskiptum við kröfuhafa og slitabú föllnu bankanna vegna losunar fjármagnshafta. Æðsti yfirmaður þeirra er forsætisráðherra.

Vanhæfisregla stjórnsýslulaga felur það meðal annars í sér að hún eigi einnig við um starfsmenn stjórnvalda ef næstu yfirmenn þeirra hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Þar sem þáverandi ráðherra átti slíkra hagsmuna að gæta, kunna undirmenn hans þ.e. starfsmenn forsætisráðuneytisins, þar af leiðandi að hafa verið vanhæfir í málum er varða hagsmuni slitabúa föllnu bankanna.

Þetta er það sem málið snýst í raun um, vanhæfisreglur stjórnsýsluréttar, en ekki skattaskil sem eru algjört aukaatriði í þessu samhengi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2016 kl. 11:51

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðmundur, í frétt mbl.is segir:

For­sæt­is­ráðuneytið kom ekki að stjórn­sýslu­ákvörðunum í tengsl­um við nauðasamn­ing­ana. Þær voru tekn­ar af Seðlabanka Íslands og fólust í veit­ingu und­anþága frá fjár­magns­höft­um.

Sigmundur Davíð var forsætisráðherra og hvorki hann né starfsmenn ráðuneytis hans komu að neinni stjórnvaldsákvörðun í tengslum við nauðasamninga.

Ef því leiðir kemur vanhæfi ekki til álita. Punktur.

Páll Vilhjálmsson, 24.8.2016 kl. 13:20

4 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta skrifaðir þú Páll í mars á þessu ári Páll

"Enginn gekk eins hart fram að leggja skatt á kröfuhafa föllnu bankanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Stjórnarandstaðan, með Björn Val Gíslason varaformann Vinstri grænna í fararbroddi, segir að eiginkona Sigmundar Davíðs sé einn kröfuhafanna. Og þar með sé Sigmundur Davíð einnig kröfuhafi.

Samkvæmt rökum Björns Vals og vinstrimanna gengur forsætisráðherra hart fram að skattleggja eiginkonuna enda er hún kröfuhafi föllnu bankanna.

Eigum við ekki að þakka fyrir að eiga forsætisráðherra sem tekur hagsmuni ríkisins fram yfir persónulegan ábata?"

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2168322/

Þetta er þá væntanlega ekki rétt?

Jón Bjarni, 24.8.2016 kl. 13:36

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

 Páll heldur því hér fram að digurbarkalegt tal SDG og fylgismanna að hann hafi, nánast eins síns liðs, átt mestan heiður af niðurstöðu í glímunni við hrægammana sé bara hugarburður!

Og hvað er það nákvæmlega sem er "hannað" í frétt RÚV?? :

"Wintris Inc, félag í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra, lýsti kröfum upp á rúman hálfan milljarð í þrotabú Landsbankans, Kaupþings og Glitni. Krafan í Landsbankann nam 174 milljónum en kröfurnar í þrotabú Kaupþings voru þrjár, tvær upp á rúmar 43 milljónir og ein uppá 134 milljónir. Krafan í Glitni var upp á eina milljón svissneskra franka."

Fyrirgefðu Páll, en er þetta ekki allt sannleikanum samkvæmt og býsna fréttnæmt að auki?

Skeggi Skaftason, 24.8.2016 kl. 13:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú var ég alls ekki að fella neinn á dóm á það hvort um vanhæfi væri að ræða í þessu tilviki, heldur aðeins að benda á að það er álitaefnið sem málið snýst í raun um, miklu frekar heldur en um skattaskil.

En fyrst það virðist vera helsta ástæðan sem mælir gegn því að um vanhæfi hafi verið að ræða, að ákvarðanir um þessi mál hafi ekki verið teknar í forsætisráðuneytinu, þá kallar sú málsvörn óhjákvæmilega á að þeirri spurningu verði svarað sem Jón Bjarni velti upp hér að ofan:

"Laug Sigmundur þá ekki þegar hann sagðist hafa barist fyrir góðum samningum við kröfuhafa þvert á hagsmuni þeirra hjóna?"

Það gengur ekki upp að eigna sér "glæstan árangur" í tilteknu máli og þykjast um leið vera stikkfrí af því. Slíkt er einfaldlega þversögn.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2016 kl. 13:43

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðmundur, hér er engin þversögn. SDG barðist fyrir pólitískri úrlausn á málefnum þrotabúa bankanna, sem í meginatriðum gekk eftir. En hvorki hann né starfsmenn hans útfærðu úrlausnina í samskiptum við bankana - það gerði Seðlabankinn.

Hvað athugasemd Skeggja varðar: RÚV hannaði fréttaröð, sem stóð yfir í vikur, og hafði það að markmiði að ala á tortryggni og grafa undan trúverðugleika SDG. Í fréttaröðinni var logið, afbakað og siðareglur RÚV þverbrotnar. Eins og margoft hefur verið rekið á þessu bloggi.

Jón Bjarni vitnar í blogg mitt þar sem ég tek, aldrei þessu vant, Björn Val á orðinu og dreg rökrétta niðurstöðu af þeim orðum - sem Björn Valur gerði ekki. Ég geri ekki orð hans að mínum heldur sýni fram á markleysu þeirra.

Páll Vilhjálmsson, 24.8.2016 kl. 14:07

8 Smámynd: Jón Bjarni

Það gengur ekki upp Páll að á sama tima og Sigmundur hreykir sér persónulega fyrir árangur í samningum við kröfuhafa þá sé því haldið fram að hann hafi ekkert komið að þeim samningum. Það hlýtur bara að liggja í augum uppi

Jón Bjarni, 24.8.2016 kl. 14:17

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón Bjarni, ef stjórnmálamaður hreykir sér af lækkun skatta upp á 5 prósent er líklegt að hann hafi sest við tölvuna á skattstofunni og persónulega lækkað skatta um 5 prósent á alla landsmenn? Nei, viðkomandi stjórnmálamaður hefur í því tilviki borið fram tiltekna stefnu um lækkun skatta sem fær samþykkt á alþingi er útfærð í fjármálaráðuneyti en hrint í framkvæmd af skattayfirvöldum. Stjórnmálamaður gæti samt sem áður hreykt sér af skattalækkuninni.

Páll Vilhjálmsson, 24.8.2016 kl. 14:36

10 Smámynd: Jón Bjarni

Þú ert kominn á mjög furðulegar slóðir Páll.. Sigmundur hefur trekk í trekk slegið sér á brjóst fyrir að hafa gengið harkalega fram i samningum við kröfuhafa. Hann réttlæti tilvist huldufélagsins meira segja með því að hann hafi unnið gegn eigin hagsmunum í því máli.  Nú er því svo haldið fram að hann hafi bara ekkert komið að málinu annað en að hafa verið einhverskonar áheyrnarfulltrúi... Sorry en þetta er ekki boðlegur málflutningur.. 

Jón Bjarni, 24.8.2016 kl. 14:52

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón Bjarni, þú ert í feluleik. Um leið og ein röksemd þín er hrakin þyrlar þú upp annarri og notar óskýrt orðalag til að ala á tortryggni.

Í hnotskurn er aðild SDG að samningum við þrotabú bankanna þessi: hann var leiðandi í að móta stefnu sem var hagfelld fyrir ríkissjóð og til muna hagstæðari en stefnan sem vinstriflokkarnir fylgdu 2009 - 2013. En SDG settist sjálfur ekki við samningaborðið og samdi við þrotabúin. Undirmenn SDG komu heldur ekki við sögu í þeim samningum.

Af þessu leiðir er Sigmundur Davíð ekki vanhæfur þótt eigikona hans hafi átt kröfur á hendur þrotabúanna.

Páll Vilhjálmsson, 24.8.2016 kl. 15:07

12 Smámynd: Jón Bjarni

AF þessu leiðir er að Sigmundur, þrátt fyrir að hafa margsinni hrósað sér fyrir það persónulega - kom samkvæmt þessu ekkert að þessum samningum

Jón Bjarni, 24.8.2016 kl. 15:11

13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Af hverju er verið að níða Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra.

Hann á heiðurinn af því að láta bankana byrja að greiða til baka, til fólksins.

Var það bankarán, Kreppufléttan hans Tómasar Jefferssonar?

 Kreppufléttan, endurtekið

Af hverju ráðist þið á manninn sem reyndi og tókst að láta bankana greiða, var það bankaránið?,  það er Kreppufléttuna hans Tómasar Jefferssonar að hluta. 

Kreppufléttan 

Ekki trúi ég því að þið styðjið það að láta fjármálakerfið spila með þjóðina áfram.

Förum á fulla ferð í að frelsa fólkið.

Við ætlum að hjálpa fjármálakerfinu að hætta að lára eignir fólksins hverfa með verðhjöðnun og taka þá eignirnar til sín, og selja síðan á uppsprengdu verði til baka til fólksins.

Nú í dag eru fréttir um að þeir sem verði bestir í að selja fólkinu fyrrverandi eignir fólksins til baka á uppsprengdu verði, fái tug milljóna í bónus.

Bónus

Bónus greiðslur til bankamanna.

Egilsstaðir, 24.08.2016  Jónas Gunnlaugsson

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2016 kl. 20:07

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Voru það ekki milljarðar, í bónus?

Egilsstaðir, 24.08.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2016 kl. 20:10

15 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Jón Bjarni!  Það er dálítið merkilegt með mann sem svo vel virðist hafa fylgst með þessum málum hans Sigmundar, að þú virðist gleyma því að þegar lánin voru veitt, til íslensku bankanna, voru Anna og Sigmundur ekki gift. Þau voru tveir fárhagslega sjálfstæðir einstaklingar. Sigmundur gat því með engu móti haft áhrif á ráðstöfun Önnu á fjármagni sínu. Þau ganga í hjónaband 10. október 2010 og áður en til giftingar kom, var  gerður sérstakur samningur um fullan aðskilnað fjárhagslegra eigna þeirra beggja, þannig að hvorugt hafði lögmæta aðkomu að fjármunum hins aðilans. Þú skýrir ekki með hvaða hætti Sigmundur ber ábyrgð á fjárfestingum aðila sem hann hefur engar heimildir til afskipta af. Það er afar ódýrt að fullyrða tóma vitleysu sem ekki á sér möguleika á rökfræðilegri niðurstöðu.

Svo væri athugandi hjá þér að velta fyrir þér óhrekjanlegum staðreyndum. Í fyrsta lagi að þær lánveitingar til íslensku bankanna, sem urðu að kröfulýsingu í slitabú þeirra, hljóta að hafa farið fram áður en til hrunsins kom á árinu 2008. Það bendir ótvírætt til að Anna hafi gert þá fjárfestingu áður en henni vara greiddur arfurinn, sem var EFTIR HRUNIÐ. Anna fjárfestir því greinilega með EIGNARFÉ sem hún átti fyrir arfgreiðslu og einnig enn síðar til hjónabands. Einkennilegt að fólk sem þykist vera svo vel að sér í fjármálagjörningum skuli skauta framhjá svona mikilvægum atriðum. Nema markmiðið sé það sama og hjá RÚV, að ræna Sigmund æru og trúverðugleika.

Eftir ítarlega gagnavinnslu og samanburðarannsókn á því hvenær hvaða þættir gerðust, er orðið ljóst að Anna keyti aldrei neitt félag af lögfræðistofunni Moosack Fonseca. Gögnin sem birt voru í Kastljósi voru búin til hjá lögfræðistofunni fyrir Landsbankann í Luxumburg, en Anna samdi aldrei við þann banka um ávöxtun og varðveislu arfssjóðsins. Hann var strax vistaður í Credit Zuisse bankanum í London, en þar bjuggu Anna og SAigmundur á þeim tíma. Ég ætla ekki að taka meira pláss frá honum Páli, en ef þú vilt kynna þér þetta betur, þá getur þú lesið um það á blogginu mínu.  Fyrirgefðu svona stóra innrá Páll Vilhjálmsson og takk fyrir greinargóðar lýsingar þínar á málavöxtum.

Guðbjörn Jónsson, 24.8.2016 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband