Föstudagur, 19. ágúst 2016
Eygló eyðileggur stjórnarsamstarfið - nema...
Eygló Harðardóttir er ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks. Hún afneitar ríkisstjórninni í lykilmáli og það hlýtur að hafa afleiðingar.
Tvær afleiðingar eru mögulegar.
a. Eygló situr áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fordæmið sem skapast er að ráðherrar hafi fullt leyfi til að segja sig frá stjórnarsamstarfinu eftir hentugleikum.
b. Formaður Framsóknarflokksins stokkar upp ráðherraliðið sitt, auðvitað í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, og Eygló víkur úr ríkisstjórninni.
Stundum eru aðeins tveir kostir í boði.
Lykilatriði að standa saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn eflist verði niðurstaðan að Eygló víki.
Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2016 kl. 13:07
Var ekki Icesave-málið lykilmál, Páll? Hafði ekki Sjálfstæðisflokkurinn tekið eindregna afstöðu á landsfundi sínum GEGN öllum samningum við Breta og Hollendinga um að greiða Icesave-kröfur þeirra? Hafði ekki Bjarni Benediktsson forgöngu um það með sínu "kalda mati", en jafn-heimskulega þó, að þvinga flesta þingmenn sína til að greiða atkvæði með Buchheit-samningnum, þeim hinum sama sem forseti okkar og þjóðin höfnuðu?
Hér greiddi Eygló atkvæði um einhverja stefnu í ríkisfjármálum langt inn í næsta kjörtímabil, stefnu sem stjórnarflokkar á því kjörtímabili geta vitaskuld breytt með nýrri lagasetningu, enda nýmæli, að fráfarandi ríkisstjórn reyni að hafa ráðandi áhrif á fjárlög næstu fjögurra ára!
Svo fór því víðs fjarri, að hjáseta Eyglóar í þessu máli hefði nein áhrif á úrslit atkvæðagreiðslunnar.
Bjarni virðist tala hér af sinni valdsmennsku-hneigð, sem við erum löngu búin að fá meira en nóg af. Hann þolir jafnvel ekki þingmanni annars flokks hjásetu! Ætli hann hafi þá ekki talað yfir hausamótunum yfir þeim Birgi Ármannssyni og félögum, sem neituðu að fara eftir hans "kalda mati" í Icesave-málinu?! Þó voru það þau, sem fóru eftir stefnu flokksins, ekki hann!
Og hvernig talaði hann við Ásmund Friðriksson og Brynjar Níelsson vegna hjásetu þeirra þegar greidd voru atkvæði um flumbrugangs- óforsjála frumvarpið um ný útlendingalög? Trúlega hefði hann brugðið fæti fyrir að þeir fengju sæti ofarlega á lista við framboð flokksins við næstu kosningar, ef þeir hefðu vogað sér að greiða þarna mótatkvæði.
Við erum búin að fá nóg af flokksræði þínu, Bjarni Benediktsson. Þú ert enginn Erdogan hér og átt ekki að vera!
Og skammastu þín að lokum fyrir að hafa svikið landsfund flokksins 2013 sem mótaði skýrt þá stefnu að hætta bæri við Össurarumsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Það átti að gera þegar í stað á Alþingi með því að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, en þá fórst þú, Illugi og fleiri að spilla fyrir því máli í undanfærslu-viðbrögðum ykkar í viðtölum við vinstri- og ESB-mennina á Rúv og 365. Og gungurnar gáfust upp! Ef það er ekki satt, þá er hitt satt, að þið Illugi eruð ennþá ESB-menn í sauðargæru sjálfstæðissinna.
Sem betur fer er kominn ný flokkur sem getur unnið af heilindum í þessu máli: hafnað Evrópusambandinu fortakslaust og svikalaust, og sá er Íslenska þjóðfylkingin, sem vekur hvað mesta athygli allra flokka í þessari viku, sbr. hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2178398
Jón Valur Jensson, 19.8.2016 kl. 13:29
Formaður framsóknar á að stokka upp og láta Eygló fara ..það væri sómi Framsóknar !
rhansen, 19.8.2016 kl. 14:16
Og nú var ég að fá bréf frá málsmetandi manni, doktor í þjóðfélagfræðum, þar sem hann bendir mér á eftirfarandi:
"Sæll, lög um Schengen fengu ekki atkvæði þriggja ráðherra, Davíðs forsætisráðherra, Páls Péturssonar og Guðna Ágústssonar."
Já, hvernig lízt Bjarna Ben. á það? Áttu þeir þá að segja af sér?!
Væri ekki nær fyrir Bjarna að taka sér Davíð til fyrirmyndar og losa okkur undan Schengen-samningnum, áður en í óefni er komið, með Tyrkina flæðandi inn í Evrópu?
(Hvort voru það 5 eða 8% Tyrkja sem sögðust í könnun styðja ISIS-samtökin? Aðeins 5% Tyrkja = fjórar milljónir, sem fengju þá ferða- og dvalarrétt um allt Schengen-svæðið!)
Jón Valur Jensson, 19.8.2016 kl. 21:51
Hvað er egl. að hjá mönnum sem telja þessa þingsályktun sjálfsagða? Björn Bjarnason er og á þeirri skoðun* og segir málið haga verið ítrekað rætt i stjórnarflokkunum, en eiga þeir að ráða hér fjárlagastefnu til 2020???!!!
*http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/2178397/
Jón Valur Jensson, 20.8.2016 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.