Föstudagur, 19. ágúst 2016
Píratar í lýðræðislegu svartholi
Kosningar án atkvæðatalna eru eins og lýðræði í einsflokksríki - aðeins nafnið tómt. Píratar þóttust halda prófkjör en gefa ekki upp atkvæðatölur.
Skýring Pírata: Computer says no.
Aðalbaráttumál Pírata er að breyta stjórnarskránni. Við getum rétt ímyndað okkur hvers konar stjórnarskrá þeir munu smíða handa þjóðinni. Völdin yrðu færð forriturum Pírata í hendur og þar með leyndó hver vélaði með þau.
Engar tölur úr prófkjöri fylgdu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lastu ekki fréttina? Í henni kemur fram að unnið sé að því að bæta við kosningahugbúnaðinn þeim eiginleika að hægt sé að láta sundurliðaðar niðurstöðutölur hvers frambjóðanda birtast. Það er nú allt leyndóið.
Með því er gengið lengra í upplýsingagjöf heldur en hjá öðrum flokkum sem halda prófkjör og gefa aðeins upp heildarfjölda atkvæða hvers frambjóðanda en enga sundurliðun á röðun þeirra í tiltekin sæti. Sumir flokkar halda jafnvel ekkert prófkjör heldur handvelja "æskilega" aðila á lista, og eðli málsins samkvæmt er ekki um neinar atkvæðatölur að ræða hjá þeim.
Svo er það alls ekki nein stefna Pírata að Píratar eigi að fá að semja neina stjórnarskrá. Ef þú vilt halda slíku fram þá væri kannski eitthvað að marka þig ef þú gætir vísað í heimildir fyrir slíkum fullyrðingum. Það geturðu auðvitað ekki því þær eru úr lausi lofti gripnar.
Hin raunverulega stefna Pírata um stjórnskipunarlög er sú að þeir vilja leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Þær voru ekki samdar af Pírötum heldur stjórnlagaráði, og þegar það var gert hafði flokkur Pírata ekki einu sinni verið stofnaður. Hann var stofnaður í nóvember 2012, rúmum mánuði eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þetta veist þú vel þó þú reynir að halda öðru fram.
Umræða um málefni er varða íslenskt samfélag yrði þeim mun gagnlegri og markvissari ef hún byggðist á staðreyndum frekar en skáldskap.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2016 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.