Trúfrelsi múslíma í Evrópu takmarkað

Innanríkisráðherra Ítalíu segist vera búinn að fá nóg af trúboði múslímskra bænapresta sem boða öfgatrú. Í Bretlandi er ein útgáfa af slíkum bænapresti Anjem Coudary á leið í fangelsi.

Með opinberum afskiptum af trúariðkun borgara með tilheyrandi lögum og reglum um hvað sé öfgatrú og hvað ekki er grafið undan trúfrelsi í Evrópu.

Múslímaríki hafa lengi nýtt sér trúfrelsi í Evrópu til að koma á framfæri öfgatrú sem einatt og iðulega er tengd hryðjuverkum með beinum eða óbeinum hætti. Jafnvel þau múslímaríki sem eiga að teljast hófsöm, Tyrkland til dæmis, eru á kafi í trúarlegri hryðjuverkastarfsemi.

Í trúnaðarskjali þýsku ríkisstjórnarinnar er ríkisstjórn Erdogan í Tyrklandi tengd hryðjuverkasamtökum Hamas á Gaza-ströndinni, Bræðralagi múslíma og hryðjuverkahópum múslíma í Sýrlandi.

Innflutningur á múslímum til Evrópu síðustu ár og áratugi leiðir til þessarar óhjákvæmilegu niðurstöðu: trúarmenning múslíma er ósamrýmanleg vestrænum gildum. Annað tveggja verður að víkja. 


mbl.is Ekkert búrkíní-bann á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg hárétt.

ISLAM á ekki heima í vestraenni menningu og sidum

og mun aldrei gera.

Naegir ad benda á vandamálin á Nordurlondum.

Their sem halda odru fram, eru bara ekki í lagi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.8.2016 kl. 13:33

2 Smámynd: Salmann Tamimi

Mesta hryðjuverk söguna er framið af fólk sem þykjast að vera kristinn td i Srebrencia, Kosovan, Rúanda Kongo, Palestína og allt staðar. Hættið þessi hatur og vinna fyrir mannréttindum

Salmann Tamimi, 17.8.2016 kl. 16:21

3 Smámynd: Elle_

Hvaða hatur, Salmann? Það var verið að tala um Islam. Það kom ekkert hatur eða mannréttindabrot fram frá þeim 2 mönnum að ofanverðu.  Var það hatur sem þú settir inn um Kristni, Kosovo, Palestínu, Rúanda etc?

Elle_, 17.8.2016 kl. 17:08

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem tíðkast erlendis á milli hópa, hvort sem er nú eða fyrrum, hvort sem tengist  trúarbrögðum eða svokölluðum "vendettum" milli skyldra eða tengdra, er ekki til fyrirmyndar.  Við þurfum hvorki á slíku að halda hér á landi né kærum okkur um.  Nóg er nú samt!

Kolbrún Hilmars, 17.8.2016 kl. 17:48

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Hvaða mannréttinda njóta handalausir í múslimaríkjum? eða stúlkubörn í Tyrklandi Salmann?

Steinarr Kr. , 18.8.2016 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband