Miðvikudagur, 17. ágúst 2016
Krónan og svokölluð höft
Krónan er besta verkfæri íslenskrar hagstjórnunar. Eftir misheppnaða alþjóðavæðingu íslensku bankanna, sem kölluð var útrás, sá krónan til þess að efnahagskerfið lagaði sig að efnahagslegum veruleika. Án krónu værum við föst í grískum harmleik með evru og eymd.
Höftin sem lögð voru á fjármagnsflutninga milli landa eftir hrun beindust aðeins að stórnotendum gjaldeyris. Almenningur fann ekki fyrir höftum, hvorki á ferðalögum í útlöndum né í viðskiptum við netverslanir.
Krónan er Íslendingum gulls ígildi.
Færir ástandið til eðlilegs horfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverju orði sannara, Páll. Krónan er mikilvægt stjórntæki og er einn þriggja helstu þátta sem lagar efnahagshrun: Gengi sjálfstæðs gjaldmiðils, niðurfærsla skulda og niðurskurður hjá ríkinu. Jafnvel Svíar ríghalda í krónuna sína.
En nú er lag að lækka vexti, annars æðir lausafé heimsins inn til Íslands á methraða og plat- styrkir krónuna aftur með þekktri lokaniðurstöðu.
Ívar Pálsson, 17.8.2016 kl. 09:03
Það er eflaust hægt að nota krónuna áfram svo framarlega sem að íslenska ríkið þurfi ekki að vera að baktryggja/bera ábyrgð á mörgum einkabönkum.
Jón Þórhallsson, 17.8.2016 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.