Þriðjudagur, 16. ágúst 2016
Bjarni Ben. og Ögmundur saman í ekki-galdralandi
Bjarni Benediktsson talar fyrir stöðugleika og hófsemi í launaþróun. Hann segir okkur ekki búa í galdralandi þar sem kaup geti hækkað stjórnlaus án þess að verðbólga éti upp ávinninginn. Sem er hárrétt.
Ögmundur Jónasson mælir fyrir launajafnrétti, þar sem hæstu laun séu ekki hærri en nemur tilteknu margfeldi lægstu launa. Launajafnrétti í ætt við hugmynd Ögmundar er forsenda stöðugleika til lengri tíma.
Ögmundur og Bjarni eru á sama róli. Þverpólitísk sátt um launkerfi í landinu er raunhæfur möguleiki.
Ögmundur vill launaþak hjá ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt er fallið í ljúfa löð
og leiðast þeir á sama róli Bjarni og Ömmi í réttri röð
a rúntinum í galdrahöfuðbóli
Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2016 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.