Mánudagur, 15. ágúst 2016
RÚV-leikritið um Sigmund Davíð heldur áfram
RÚV býður upp á framhaldsleikritið ,,Neglum Sigmund Davíð" í byrjun þings, þegar aðrir fjölmiðlar greina frá málefnum. Í hádegisfréttum var fyrirsögnin ,,Svaraði hvorki af né á um flokksþing."
Í inngangi fréttarinnar dúkkaði upp RÚV-hugtakið ,,Wintris-málið" sem er annað heiti á skipulagðri herför RÚV í vor gegn forsætisráðherra sem þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Herför RÚV er byggð á skjölum sem ekki er hægt að leggja fram, eins og viðurkennt hefur verið opinberlega:
Þetta er físískur ómöguleiki. Þú getur ekki afhent eitthvað sem þú ert ekki með.
Líklega er það einnig ,,físískur ómöguleiki" að RÚV geti stundað hlutlæga og málefnalega fréttamennsku.
![]() |
Þetta eru gífurlega mikilvæg mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í morgunþætti á útv.Sögu upplýsti viðmælandi þeirra Guðbjörn Jónsson um að skjölin sem sýnd voru í viðtali Jóhannesar við Sigmund á RÚV.væru ekki marktæk. Hann hefur beðið um að sýna vitleysuna um þessa meintu ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra,í Kastljósi en ekki fengið vilyrði.(minnir samt að RÚV. hafi ekki svarað beiðninni). Hann er með myndbönd og annað um málið á facebook síðu sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2016 kl. 14:59
Þetta vekur margar spurningar:
Mjög athyglisvert viðtal Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar við Guðbjörn Jónsson fyrrum fjármálaráðgjafa o.fl. um Wintris-málið í morgun 15. ágúst:
http://utvarpsaga.is/thaettir/#!mg_ld=12432
Sjá einnig:
Hver var eigandi Wintris Inc ?
http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/entry/2178002/
Ágúst H Bjarnason, 15.8.2016 kl. 15:42
Það var snjallt hjá Önnu Sigurlaugu að leggja arfinn sinn inná Credit Suisse útibúið í London í stað þess að nota þetta Panama/Tortola fyrirbæri sem Landsbankinn bauð henni uppá. Skyldi eftirleikurinn hefnd fyrir það?
Kolbrún Hilmars, 15.8.2016 kl. 17:41
Leikrit? Ekkert að marka skjölin?
Er hans eigin frásögn af þessu þá röng?
http://sigmundurdavid.is/hvad-snyr-upp-og-nidur/
"Landsbankinn ráðlagði að umsýsla fjármunanna færi fram í félagi á Bresku Jómfrúreyjum sem bankinn myndi leggja til, en lagaumhverfi eyjanna byggist á breskum félagarétti. Þeirri ráðgjöf var fylgt síðla árs 2007. Í framhaldi voru eignir færðar inn í félagið Wintris og Anna eignaðist þannig kröfu á það. ...
Þegar bankinn skráði félagið samkvæmt þeirri tilhögun sem nefnd var að ofan var það skráð á okkur bæði og tvö hlutabréf gefin út þó það væri ljóst frá upphafi að fjármunir Wintris tilheyrðu Önnu. Anna lagði eignirnar svo inn í félagið en á móti stofnaðist krafa á félagið fyrir sömu upphæð. Sú krafa er talin fram á skattframtali Önnu fyrir tekjuárið 2008. Hlutabréf félagsins voru því einskis virði í upphafi enda átti lánadrottinn félagsins, Anna, allar eignir þess."
Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2016 kl. 17:58
Þau gögn, sem SDG, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, David Cameron o.fl. lögðu fram, rímuðu við það sem komið hafði fram varðandi lekann í Panamaskjölunum.
Voru öll þessi gögn þá tóm steypa?
Ómar Ragnarsson, 16.8.2016 kl. 01:06
Samkvæmt þeim upplýsingum sem SDG hgefur lagt fram hefur hann ekki átt peninga í skattaskjólum í teingslum við félga sem heitir Vintris Tortóla.
JK og RÚV hafa haldið því fram að gögn sem þasu hafa undir höndum sanni að hann hafi át eignir á Tortóla. Þetta er rangt. Heimska eða viljandi rangtúlkun á gögnunum.
Guðmundur Jónsson, 16.8.2016 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.