Sunnudagur, 14. ágúst 2016
Kristín um ESB-klúður Samfylkingar
ESB-sinninn Kristín Þorsteinsdóttir segir i leiðara Fréttablaðsins að Samfylkingin beri ein og sér ábyrgð á misheppnaðri tilraun til að gera Ísland að ESB-ríki.
Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefur verið slegin út af borðinu sem raunhæfur kostur í þjóðfélagsumræðunni. Sá sem mest vildi, klúðraði. Af hverju ætti Evrópusambandið annars að taka upp þráðinn að nýju eftir það sem á undan er gengið? Af hverju ætti þjóðin að veðja á annað svona leikrit?
Samfylkingin er rjúkandi rúst eftir ESB-leiðangurinn. Kristín ræðir ekki ástæðurnar fyrir klúðrinu. En þær eru helstar að Samfylkingu, og ESB-sinnum utan flokksins, mistókst að sannfæra þjóðina um að ESB aðild væri skynsamleg. Litlar sem engar líkur voru á að það tækist.
Öll nágrannaríki okkar, Grænland, Færeyjar og Noregur, hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðild að Evrópusambandinu þjónar ekki hagsmunum þeirra. Í sumar ákvað Bretland að ganga úr Evrópusambandinu.
Evrópusambandið er fyrst og fremst félagsskapur meginlandsríkja. Það er hannað til að verða Stór-Evrópa með sameiginlegri yfirstjórn. Þessi misserin stendur ESB fyrir tröllauknum vanda vegna þess að gjaldmiðill sambandsins, evran, stuðlar að misvægi í efnahagsþróun. Þekktasta fórnarlambið er Grikkland en Ítalía er líklega næsta.
Ef ESB tekst ekki að verða Stór-Evrópa, og byggja á áþekku skipulagi og Bandaríkin, mun það gliðna í sundur. Hvort heldur sem verður er hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
ESB-klúður Samfylkingar var óhjákvæmilegt um leið og flokkurinn tók upp þá stefnu að Ísland skyldi verða ESB-ríki. Harður pólitískur veruleiki trompar alltaf draumóra.
Athugasemdir
Þetta rifjar kannski upp hverjir áttu og stýrðu stefnu Samfylkingarinnar. Rifjar upp hvar krafan um ESB og upptöku evru á rætur. Það var nefnilega útrásin og einkavæddu bankarnir, sem vildu stækka veiðilendurnar eftir að ljóst var að þeir voru búnir að sprengja þann ramma sem gjaldmiðillinn setti. Orðnir stærri en ríkissjóður á pappírum.
Merkilegt að það skuli einmitt vera vinstrimenn sem lögðust og leggjast enn á árar með þeim. Nytsamir sakleysingjar?
Beats me.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 08:36
Það fer framhjá Kristínu, eins og mörgum að klúðrið í ESB ferlinu fólst í því að ekki tókst að breyta grunnþáttum um framsal ríkisvalds í stjórnarskránni svo hægt væri að klára "samningaferlið". Það var alltaf frumskilyrðið, en þeim forgangi var klúðrað í og með vegna misskilnings þjóðarinnar á því máli sökum leyndar um eðli stjórnarskrármálsins.
Gaman samt að sjá hvernig hún talar um Samfylkingunna eins og keypta oggreidda og vonbrigðin yfir því að hún hafi ekki skilað því sem til var ætlast.
Nú verður stjórnarskrármálið máske aðal áróðursmál kosninganna hjá 365 og stuðningurinn hjá Pírötum, sem nú eru orðnir hýsill bandalagssinna. Það verður jú að berja stjórnarskrármálið í gegn áður en hægt verður að taka þráðinn upp að nýju við bandalagið.
Þú afsakar það kannski, en ég þreytist seint á að minna á hvernig stjórnarskrármálið kom til í byrjun árs 2009:
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 08:52
Það er einhver ástæða fyrir því að samfylkingin str0glar með þetta ESB málefni og spurning hvort þangað streymi peningur beint frá Brussel og jafnvel í gegnum aðra menn, stofnun eða fyrirtæki.
Valdimar Samúelsson, 14.8.2016 kl. 10:52
Það fer svo lítið fyrir skrifum um þetta frumskilyrði í áætlun Samfylkingar að gera Ísland að ESB-ríki, væri að breyta Stjórnarskránni. Mér er þetta svo minnisstætt einmitt vegna þess hve margir af mótmælendum gegn inngöngu virtust grunlausir um það atriði.-Kynning Samfylkingar ,ef mig misminnir ekki,tengdist fiskveiði stjórnun og beinu lýðræði -ekki inngöngu í ESB- Prófessor nokkur sentist á Vestfirði og dáleiddi marga til fylgis við Stjórnarskrárbreytingu,svo mér varð um og ó.---- Margir af fyrrverandi meðherjum í mótmælunum gegn inngöngu í ESb, urðu mér framandi þótt bent væri á þennan lið í áætlun Samfó. Þakka þér Jón Steinar,en mér tókst ekki að ná í efni link's sem þú gefur upp.
Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2016 kl. 01:05
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Afritaðu bara þennan hlekk Helga og límdu í leitargluggann á vafraranum þínum. Hann er virkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.8.2016 kl. 11:05
Setti mynd af þessari frétt frá 2009 inn á mitt blogg.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.8.2016 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.