Framsókn fær góðan liðsauka

Stefán Jóhann Stefánsson er á leið í forval fyrir Framsóknarflokkinn, samkvæmt fréttum. Stefán Jóhann var einn af fáum samfylkingarmönnum sem alltaf var á móti ESB-aðild. Hann starfaði á vettvangi Heimssýnar, samtaka andstæðinga ESB-aðildar, nánast frá upphafi og óhætt að segja að þar hafi hann fylgt sannfæringu sinni þótt það kæmi niður á pólitískum frama innan Samfylkingar.

Stefán Jóhann lagði til vandaða og trausta hagfræðigreiningu á þróun hagkerfis evru-ríkjanna og miðlaði þekkingu sinni til félaga í Heimssýn. Hann var boðinn og búin til starfa og skilaði ávallt fyrsta flokks vinnu.

Framsóknarflokknum er liðsstyrkur af Stefáni Jóhanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alveg örugglega...

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2016 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband