Þriðjudagur, 9. ágúst 2016
Fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs ekki söluhæf vara
Jón Ásgeir Jóhannesson, áður kenndur við Baug, bjó til 365 miðla í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að vera sverð og skjöldur Jóns Ásgeirs og viðskiptahagsmuna hans í opinberri umræðu. Í öðru lagi til að þéna peninga.
Á meðan veldi Jóns Ásgeirs var sem mest hafði hann efni á að tapa fé á 365 miðlum eins lengi og þeir þjónuðu hagsmunum hans með ,,réttum" áherslum í fréttum og skoðanamyndun. Á síðustu árum eru fjölmiðlar veikari í umræðunni, einkum vegna samkeppni frá samfélagsmiðlum. Verðmæti 365 miðla minnkar eftir því sem dagskrárvaldið veikist.
Samkeppni frá tölvusjónvarpi gerir skemmtidagskrá 365 miðla hlutfallslega ómerkilegri. Aðeins illa gáttað fólk kaupir áskrift að Stöð 2.
Jón Ásgeir á ekki jafn mikið undir sér og áður og getur ekki leyft sér að tapa fé á fjölmiðlarekstri. Á sama tíma er eru 365 miðlar varla söluhæf vara. Líklega tekur einhver 365 miðla upp í skuld.
Síminn hefur ekki keypt 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu viss Páll?
http://www.visir.is/tapi-365-snuid-vid-i-hagnad/article/2016160428837
Jón Bjarni, 10.8.2016 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.