Össur: Píratasamfylking - Oddný: nei!

Össur Skarphéðinsson segir Pírata (um 25- 30 prósent fylgi) og Samfylkingu (mínus tíu prósent fylgi) vera sama flokkinn. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar hafnar pólitískri nýsköpun Össurar og segir Pírata ekki jafnaðarmannaflokk.

Össur og Oddný eiga að heita samflokksmenn. Orð Össurar sýna vantrú fyrrverandi utanríkisráðherra að endurlífgunartilraunir á Samfylkingu takist.

Össur er mesti tækifærissinni íslenskra stjórnmála. Hann veðjar á sigur Pírata í næstu þingkosningum og munstrar sig í lið sigurvegarans. Össur er jafnaðarmaður í dag en hvað sem er á morgun. Völdin skipta Össur öllu, málefnin eru aukaatriði. 


mbl.is „Píratar eru ekki jafnaðarmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband