Múslímar fella Merkel, styrkja Trump

Merkel kanslari Þýskalands er á hraðri niðurleið í vinsældum eftir múslímsk hryðjuverk í Þýskalandi. Gagnrýnandi Merkel í hægra bandalaginu, Horst Seehofer, styrkist enda tekur hann harðari afstöðu til viðtöku múslímskra flóttamanna.

Í Bandaríkjunum reynir Donald Trump að endurræsa kosningabaráttu sína eftir ömurlega viku með því að ráðast af heift gegn múslímum og hryðjuverkamenningu þeirra. Obama forseti reynir að róa landa sína og segir að Ríki íslams sé ,,ekki ósigrandi." Obama tekur vara á og segir mögulegt að herskáir múslímar geri hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Hann veit sem er að múslímsk hryðjuverk eru vatn á myllu Trump.

Umræðan í Evrópu um múslímavandann er þroskaðri en í Bandaríkjunum. Bæði er að nálægðin við miðausturlönd er meiri og hlutfall múslíma stórum ríkjum Evrópu er á milli 5 og 8 prósent en um eitt prósent í Bandaríkjunum.

Þýska útgáfan Der Spiegel segir rót flóttamannavandans í Evrópu vera Sýrland. Borgarastyrjöldin þar er komin á fimmta ár. Um fjórar milljónir Sýrlendinga er á flótta. Í Sýrlandi stríða fjórar meginfylkingar: uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Evrópuríkja og Bandaríkjanna, Assad forseti með Rússland sem bakhjarl, Ríki íslams og Kúrdar. 

Á meðan Evrópa/Bandaríkin annars vegar og hins vegar Rússland styðja hvorn sinn aðila stríðsins eru engar líkur á friði. Vegna herskárrar stefnu Evrópu/Bandaríkjanna í bakgarði Rússa, þ.e. Úkraínu, gefur Pútín Rússlandsforseti ekki tommu eftir í Sýrlandi.

Æ betur skýrist sú mynd að múslímavandinn, flóttamannastraumur og hryðjuverk, mun aðeins versna á meðan óvinsamleg samskipti eru ríkjandi á milli Evrópu/Bandaríkjanna og Rússlands. Vandinn er kominn á það stig að öflugasti stjórnmálamaður Evrópu riðar til falls og í Bandaríkjunum fær skotglaður frambjóðandi til forseta byr í seglin. Pútín hlýtur að vera skemmt.


mbl.is „Þetta eru skepnur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Merkilegt að hér á landi skuli maður bara sjá hjá þér þá stórfrétt en hvergi í fjölmiðlum að Merkel "riðí til falls" og að "múslimar felli Merkel." 

Ómar Ragnarsson, 5.8.2016 kl. 12:36

2 Smámynd: Salmann Tamimi

Það er líka múslimum að kenna að S.D er ekki lengur fórsætisráðherra.

Salmann Tamimi, 5.8.2016 kl. 16:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, líttu á þetta:

http://www.vb.is/frettir/vinsaeldir-angelu-merkel-dvina-hratt/129904/

Salmann, líttu á þetta, og svaraðu knýjandi spurningum, sem til þín er beint:  http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/2177665/

Jón Valur Jensson, 6.8.2016 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband