Fimmtudagur, 4. ágúst 2016
Bretar staðfastir í Brexit
Ef kosið yrði á ný um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu yrði niðurstaðan enn og aftur Brexit. Samkvæmt nýrri könnun myndu 44 prósent Breta styðja úrsögn, 43 prósent vilja áframhaldandi aðild og 13 prósent eru óákveðin.
Í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar samþykktu 52 prósent kjósenda úrsögn, en 48 vildu halda áfram í Evrópusambandinu.
Úrsögn Breta úr ESB mun taka nokkur ár, líklega þrjú til fimm. Á meðan mun ESB ekki svo mikið sem íhuga að taka inn ný aðildarríki. Eftir Brexit er framtíð ESB í uppnámi.
Búist við vaxtalækkun í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.