Bækur eru múslímum vandamál

Íslensk kona stofnar til bóksafns fyrir múslímska flóttamenn í Þessalóníku í Grikklandi. Á grísku eyjunni Lesbos eru margir múslímskir flóttamenn. Samkvæmt Guardian er með öllu óheimilt að dreifa bókmenntum meðal múslíma:

Euro Relief’s director, Stefanos Samiotakis, said: “I have already taken action, so that our volunteers know very well that they should not distribute any kind of literature

Ástæðan fyrir þessu banni er að einhverjir sem aðstoða flóttamenn reyndu að kristna þá. Rökin fyrir bókabanni virðast vera þau að kristinn texti gæti leynst innan um. Og það myndi móðga múslíma.


mbl.is Kristín opnar bókasafn í flóttamannabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var nú að lesa þessa frétt í gardian sem vísað er í í þessari bloggfærslu. Þar segir:

On at least two occasions in recent months, aid workers have distributed conversion forms inside copies of Arabic versions of the St John’s gospel to people held at the Moria detention camp on Lesbos.

The forms, seen by the Guardian, invite asylum seekers to sign a statement declaring the following: “I know I’m a sinner ... I ask Jesus to forgive my sins and grant me eternal life. My desire is to love and obey his word.”

En skv. mínum enskuskilning segir frá því að þarna voru einhverjir sjálfboðaliðar að dreifa Jóhannesarguðspjalli og um leið að fá fólk til að skirfa undir að þeir hafi syndgað og ælti að snúast til trúar á Jesú og fá fyrir það eilíft líf og þrá þeirra sé að lifa eftir hans orði.  Sko ef að sjálfboðalíðar eru að skilyrða aðstoð sína við svona bull og hvetja fólk til að láta af trú sinni þá er mjög eðlilegt að þetta sé fordæmt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.8.2016 kl. 19:25

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála að trúboð eigi ekki við þarna. En punkturinn er að allar bækur eru bannaðar, sem eru nokkuð ýkt viðbrögð. Þeir sem halda bækur hættulegar eru ólæsir á vestræna menningu.

Páll Vilhjálmsson, 2.8.2016 kl. 19:51

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ég var að hlusta á ræðu sem Hamed Abdel-Samad flutti á "Folkemöde" á Borgundarhólmi 17. júní síðastl. (Ekki veit ég haus eða sporð á þessu Folkemöde.)

Ræðan fjallaði um Múhameð spámann og vandamál múslima, en Hamed Abdel-Samad er sonur egypsks imams og kann Kóraninn utanbókar. Hann er búsettur í Þýskalandi og hefur látið mikið til sín taka í fjölmiðlum. Ég ráðlegg öllum sem áhuga hafa á þessum málum að eyða u.þ.b. 30 mín. í að hlusta á þessa ræðu:    

Hamad Abdel-Samads speech at the "Folkemøde" 2016

Hörður Þormar, 2.8.2016 kl. 20:35

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir hlekkinn, Hörður. Þetta er upplýsandi orðræða hjá Abdel-Samad.

Páll Vilhjálmsson, 2.8.2016 kl. 21:21

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Greinilega skýr kall þessi Hamed Abdel Samad. Verst hvað segir oft í myndbandinu að vinstrimenn á vesturlöndum sé vitleysingar, hefði mátt far fínna í það. 

Guðmundur Jónsson, 3.8.2016 kl. 10:45

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gagnrýnendur trúarmenningar múslíma, Hamed Abdel Samad og fleiri í Evrópu og Sam Harris, Bill Maher og fleiri í Bandaríkjunum, reyta oft hár sitt vegna skilningsleysis vinstrimanna á múslímavandanum. Vinstrimenn margir hverjir skilja ekki að vestrænt frelsi og mannréttindi og trúarmenning múslíma með sinni hómófóbíu, kvenfyrirlitningu og trúarofstæki er ekki hægt að samræma. Annað tveggja verður að víkja.

Páll Vilhjálmsson, 3.8.2016 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband