Össur hótar byltingu vinstrimanna

Össur Skarphéðinsson boðar 4ra flokka vinstristjórn Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar. Össur sér samstöðu þessara flokka um fjögur mál: ESB-aðild, nýja stjórnarskrá og uppstokkun grunnatvinnuvega í landbúnaði og sjávarútvegi.

Öll málin sem Össur nefnir eru ættuð úr vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 til 2013. Samfylkingin og Vinstri grænir vildu nota tækifærið til að kollvarpa lýðveldinu í kjölfar hrunsins. Vinstra-Ísland var til höfuðs l944-lýðveldinu.

Óopinbert slagorð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var ,,ónýta Ísland". Vinstrimenn fundu öllu íslensku til foráttu. Hótun Össurar sýnir að þeir hafa engu gleymt og ekkert lært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við hvað var þetta lið að bisa með dýrgrip sem þeim fannst ónýtur.Okkur hefur tekist að rétta þjóðarskútuna við.

Heldur Össur að þýði nokkuð að beita slagorði Jóhönnu lengur? En líklega virkar sú ranghugmynd hjá þeim enn þá,eins og allt sé að gliðna undan þeim   

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2016 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband