Laugardagur, 30. júlí 2016
Ţjóđhátíđ er menningarhátíđ
Fyrsta ţjóđhátíđin var haldin í Vestmannaeyjum 1874. Eyjamenn komust ekki í land ađ fagna ţúsund ára byggđ í landinu og efndu til hátíđar í eyjunni sem nefnd er eftir ţrćlum Hjörleifs landnámsmanns. Bćjarhátíđ Eyjamanna ber ţetta nafn ć síđan, ţjóđhátíđ, og er líklega elsta veraldlega hátíđarhefđin okkar eftir ađ kóngsbćnadegi lauk.
Ţjóđhátíđ er menning í anda og framkvćmd. Sjálfbođaliđar bera uppi undirbúninginn og ţorri íbúanna tekur ţátt. Eyjatjöldin eru sett upp á miđvikudegi og fimmtudegi í samvinnu enda standa ţau ţétt hliđ viđ hliđ og mynda götur međ nöfnum eins og Týsgata og Ástarbraut. Í ađdraganda hátíđar streyma bílar inn í Herjólfsdal međ búslóđir í tjöldin, s.s. sófasett, eldhúsinnréttingar og viđargólf. Verkfćri eru lánuđ og handlagnir redda málum ţegar ţarf á ađ halda.
Inn í tjöldin bera heimamenn fram krćsingar á setningardegi, föstudegi eftir hádegi, ţegar Eyjamenn mćta í sínu fínasta pússi en ađkomumenn í útivistarfatnađi. Í blíđviđri eins og í gćr var setiđ utan tjalda ţar sem fjölskyldur gerđu sér glađan dag, hittu brottflutta Eyjamenn og nutu samvista vina af fastalandinu.
Í hátíđarrćđu Andrésar Sigurvinsonar sagđi frá ţeim einkennum Eyjamanna ađ taka lífinu mátulega alvarlega. Andrés rakti lunderniđ til tveggja ţátta. Vestmannaeyjar eru til langs tíma verstöđ og suđupottur manna og kvenna úr öllum landsfjórđungum - auk Fćreyinga. Sambýliđ viđ hafiđ er annar ţáttur lífsmyndarinnar. Ekki komu alltaf allir bátar af sjó. Biđin eftir fréttum af ástvinum sem skiluđu sér ekki úr róđri greipti ţann skilning í vitundina ađ lífiđ er hvergi nćrri sjálfsagđur hlutur. Fólk tileinkar sér vonina en mćtir vonbrigđum međ lífsţrótti.
Lífsţróttur Eyjamanna birtist árlega í ţjóđhátíđ. Og sé grannt skođađ er bćjarhátíđin rétt kennd viđ ţjóđina. Í öllum Íslendingum er eyjamađur.
Ţjóđhátíđ sett međ pomp og prakt | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Góđur!
Halldór Egill Guđnason, 30.7.2016 kl. 18:19
Góđ áminning eftir allt nauđgunartal undanfarinna vikna. Ţetta er hátíđ heimamanna sem ţeir af gestrisni veita svo öđrum ađgang ađ.
Ragnhildur Kolka, 31.7.2016 kl. 08:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.