Hvað er að hjá mbl.is?

Á mbl.is birtist 19. júlí frétt um að 35 ára karlmaður hefði brotið kynferðislega gegn ungum stúlkum á fótboltamóti í Svíþjóð. Þann 22. júlí er sama frétt á mbl.is en því bætt við að um 30-40 ungir strákar hafi tekið þátt í kynferðisbrotunum.

Núna kemur þriðja fréttin um sama mál með fyrirsögninni ,,Fékk tunguna á fullorðnum manni upp í sig", sbr. viðtengda frétt.

Í öllum þrem fréttunum er því kirfilega haldið leyndu fyrir lesendum mbl.is hvaðan kynferðisafbrotastrákarnir og þjálfari þeirra koma. Ef það er einhver þróun, t.d. á Norðurlöndum, sem ýtir undir drengjamenningu þar sem fótboltastrákar undir forystu þjálfara hópast að stúlkum til að misþyrma þeim kynferðislega þá yrði að grafast fyrir um ástæður.

Ef liðið væri frá Noregi yrði spurt hvort ekki ætti að grípa í taumana og uppræta kvenfyrirlitninguna í viðkomandi íþróttafélagi.

Íþróttaliði hefur aldrei áður verið vísað frá keppni í Gothia Cup. Það eitt segir eitthvað um alvöru málsins.

En þetta var ekki norskt lið eða vestrænt. Þjálfarinn er frá Marokkó og liðið sömuleiðis, eins og vakin var athygli á í bloggi við fyrri frétt mbl.is. Í Marokkó ríkir múslímatrú. 93 prósent þjóðarinnar teljast trúaðir múslímar

Trúarmenning múslíma lítur á konur sem annars flokks þegna. Þær eiga að hylja líkama sinn og helst ekki sjást á almannafæri nema í fylgd eiginmanns eða blóðskyldra karlmanna. Konur sem ekki haga sér eins og múslímakonur eru taldar sjálfsagt skotmark kynferðislegs yfirgangs. Atferli þeirra marokkósku í Gothia Cup fellur að öðrum tilvikum. Um 1200 þýskar konur máttu í upphafi árs þola svipaða hegðun og þær sænsku. Gerendur voru yfirgnæfandi múslímskir karlmenn frá Norður-Afríku og miðausturlöndum.

Milljón króna spurningin er þessi: hvers vegna felur mbl.is þá staðreynd fyrir lesendum sínum að það voru múslímar sem stunduðu kynferðislegt ofbeldi gegn unglingsstúlkum í Svíþjóð?


mbl.is „Fékk tunguna á fullorðnum manni upp í sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við þurfum ekki enn einn fjölmiðilinn til að ástunda þessa þöggun. Vonandi tekur mbl.is sig á og skýrir lesendum sínum rétt og satt frá.

Ragnhildur Kolka, 28.7.2016 kl. 09:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er naumast einskonar bútasaumur! Tók ekkert eftir að hér væri sama fréttin,enda les ég sjaldan ofbeldisfréttir in detail.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2016 kl. 13:09

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, það er svona sem fjölmiðlar glata traustinu. Lesandinn þarf sjálfur að grafast fyrir um staðreyndir, eða þá að leiða líkum að því um hvað í reynd fréttin snúist á bak við myrkvunartjöld fjölmiðla (aka Kremlologi), því að svo margir fjölmiðlar fela þær fyrir honum, af ásettu ráði. Þarna er blaðamennska látin fjúka út í veður og vind, fyrir ekki neitt nema aulalega þöggun.

"Svårt att se" att Marocko är välkommet tillbaka efter sexmobb på Gothia Cup

Polis: Laget bakom sexmobben är från arabvärlden

Gothia Cup-tränaren bakom sexmobben åtalas

Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2016 kl. 13:35

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞAÐ MUN KOMA SÁ DAGUR A KVENHATARAR múslima ræður her á Islandi eins og í öðrum löndum- ef svo heldur sem horfir !

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2016 kl. 22:22

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fréttaflutningnum er stýrt.

YOU ARE WITNESS TO A GREAT AWAKENING, A MEDIA RENAISSANCE - did you know 6 corporations control 90% of all you read, see and hear?       

Sami aðili sprengir allt í tætlur í Lýbíu og Syrlandi, sem velur svo fólk til að senda til Evrópu.

Í Evrópu taka sömu öflin við flóttafólkinu og koma því fyrir.

Þessi aðili stýrir stjórnsýslunni og þá lögreglunni í Evrópu og virðist sem lögreglunni sé sagt að láta þessa nýju menningu vera.

Það, að að brjóta öll lög Evrópu ríkja þykir sjálfsagt.

Ætlum við ef til vill að taka upp það að stinga konum í poka og klippa gat fyrir augun, giftingu smástúlkna og umskurn kvenna.

Þetta er okkur sagt að tíðkist á lokuðum svæðum í Evrópu.

Ég hef enga trú á að konur frá hinum ýmsu löndum vilji láta fara svona með sig.

Á blogginu hjá mér.  

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Jónas Gunnlaugsson, 28.7.2016 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband