Miðvikudagur, 27. júlí 2016
Listi Gunnars minnir á Breivik: rökin úr ráðhúsinu
Gunnar Waage heldur úti vefmiðlinum Sandkassinn. Þar er listi 20 nafngreind einstaklinga sem Gunnar kallar ,,nýrasista". Anders Behring Breivik hélt líka lista yfir skotmörk sem honum var í nöp við.
Rökin sem Gunnar notar til að réttlæta þennan lista eru sótt til mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem Píratar og aðrir vinstrimenn halda úti. Gunnar skrifar og ber fyrir sig texta úr ráðhúsi Reykjavíkur:
Ný-rasisminn er mun hættulegra form rasisma í dag en hinn hefðbundni rasismi þar sem talsmenn hans viðurkenna yfirleitt ekki andúð sína eða fyrirlitningu á fólki af erlendum uppruna en bera mál sitt fram eins og þeir beri hag allra fyrir brjósti.
Gunnar telur þá sem andæfa fjölmenningu ,,nýrasista". Þeir 20 einstaklingar sem eru á listanum eiga sér engar málsbætur - sjónarmið þeirra og rök eru aukaatriði. Öfgamaðurinn veit alltaf betur. Gunnar stundar ekki umræðu, hann býr til lista.
Listi Gunnars Waage er kannski vinnuskjal fyrir hann sjálfan. Aðrir af sama sauðahúsi gætu tekið ábendingum Gunnars til að láta að sér kveða. Breivik situr inni og vinnur ekki frekari tjón. Þeir þurfa ekki að vera merkilegir vegvísarnir, eða listarnir, sem sannfærðir öfgamenn vinna eftir. Tveir slíkir heimsóttu kirkju í rólegum frönsku bæ í vikunni og áttu vantalað við níræðan kaþólskan prest. Sá mátti ekki tungu hræra eftir heimsóknina.
Listar gera alla umræðu óþarfa.
Vigdís kærir níðskrif á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar og hans lið eru bullhausar.
Ómar Gíslason, 27.7.2016 kl. 17:23
"Gunnar stundar ekki umræðu, hann býr til lista." (PV)
Hve satt !!! Hann færir ekki minnstu rök fyrir þessum merkimiða sínum, ekki orð! Og svo hefur hann síðuna lokaða fyrir athugasemdum, þannig að engin umræða geti farið þar fram! Sannur obskúrantisti í sínum vitlausu sérhyggju-skoðunum -- og gerir sér þannig órökstuddan leikinn þeim mun auðveldari að geta jafnvel klínt "nýrasisma" upp á tvo fyrrverandi flokksformenn í Fjórflokknum, sem báðir hafa starfað sem ráðherrar!
Jón Valur Jensson, 27.7.2016 kl. 17:29
Það myndi gera alla umræðu um svona mál miklu gagnlegri og markvissari ef hún myndi byggjast á staðreyndum frekar en ranghugmyndum.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2016 kl. 17:41
.
Kannski réttast að kalla þessa uppákomu ofskynjanir Gunnars Waage.
Jón Valur Jensson, 27.7.2016 kl. 17:42
NýPáll er miklu skuggalegri kverúlant en hefðbundni Páll, þar sem hann skrifar en ritar ekki, á Ný-internetið í þokkabót, og þessvegna er deginum ljósara að það þarf að setja alla vini hans á lista. Ný-lista meira að segja.
Sá listi verður settur í möppu, sem við getum kallað safn... svona einskonar ný-listasafn.
Og allir sem eru á listanum eru þá væntanlega listamenn...?
Nei, ég tek ekki þetta kjaftæði alvarlega. Hvað varðar mig um það þó einhver hálfviti geri lista yfir fólk sem honum er í nöp við?
Er þessi peyi þekktur fyrir einhver ofbeldisverk, eða er hann eða kunningjar hans vænlegir til slíks?
Ég yrði reyndar ekki hissa, en eins og er, þá virkar þetta á mig eins og upphlaup einhvers 12 ára krakka í fýlu.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.7.2016 kl. 18:47
je suis nýrasisti
halkatla, 27.7.2016 kl. 19:55
Hvað er í gangi? Breiðvík getur ekki nótað listann vegna þess að hann sitja inni? Er ekki í lagi með þig, Páll? Og er þú að gefa í skýn að múslimar hér á Íslandi gæti notað listann? Til að drepa þig og t.d Jón Valur. Eða múna þeir koma alla leiðina frá Sýriu bara til að kála ykkur. Í alvöru?
Jakob Andreas Andersen, 27.7.2016 kl. 20:06
það eru margir blautir á bak við eyrum a Landiu voru og her inni lika og halda það eitthvert grin að tala um þá hættu sem við erum komin i jafn og aðrar þjóðir ...það þarf ekki nema einn gikk i hverja veiðistöð til að kála tugum manna eins og við fáum frettir af daglega .Island verður ekki undanskilið ! ...en margir nógu grænir að halda annað og skopast að , Heymskan er alltaf á sinum stað hja mörgum !
rhansen, 27.7.2016 kl. 23:29
Er ekki allt í lagi með þig Jakob Andreas? Hvernig væri að þú myndir lesa viðhengið sem er í The Telegraph. Auk þess er "hélt" í þátíð.
Þarftu ekki bara að draga djúpt inn andann og slaka á.
Ómar Gíslason, 27.7.2016 kl. 23:38
Já, Ómar, "hélt" er í þátið en hvað með rhansen "heymskan", er það í nútið?
Jakob Andreas Andersen, 29.7.2016 kl. 23:03
Heimska er alla vega með með eiföldu i.Það er oft svo pínlegt að leiðrétta,þegar manni verður á að stafsetja rangt
Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2016 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.