Þriðjudagur, 26. júlí 2016
Kjörtímabilinu lýkur vorið 2017
Í landinu er í gildi stjórnarskrá, hvort sem Pírötum líkar betur eða verr, sem mælir fyrir um að kosið skuli til alþingis á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið til þings vorið 2013.
Sem þýðir að kjörtímabilinu lýkur vorið 2017.
Yfirlýsingar sem gefnar voru í hita leiksins í vor, þegar stjórnarkreppa stóð yfir, um að kosið skyldi í haust voru með þeim fyrirvara að ríkisstjórninni tækist að ljúka verkefnum sínum.
Stjórnarandstaðan þetta kjörtímabil gerir sitt ítrasta til að tefja framgang þingmála með stöðugu málþófi. Eðillegt er að ríkisstjórnin ljúki kjörtímabilinu enda með tryggan meirihluta á alþingi.
Hótar því að öll mál verði stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað sem sagt var í vor um kosningar í haust féll um sjálft sig, þegar stjórnarandstaðan lagði fram vantraustfrumvarp á Ríkisstjórnina og vantraustfrumvarpið féll í atkvæðagreiðslu, sem verður að líta á sem stuðningur við Rikistjórnina til að halda áfram til næsta vors.
Kveðja frá Seltjarnarnesi.
Jóhann Kristinsson, 26.7.2016 kl. 19:00
Auðvitað , um leið og ég þakka Páli fyrir að hafa komið i veg fyrir að starfsmenn RúV geti tjáð sig á netinu, nýtt sér málfrelsi, e-ð sem höfundur nýtir sér óspart, þá er þessar ríkisstjórn í lófa lagið að svíkja enn eitt loforðið. Það kunna þessir flokkar best.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.7.2016 kl. 19:24
Að ráða stafshóp til að ljúka verkefni sem hann nennir svo ekki að klára, það eru verksvik.
Ef Bjarni Ben nennir ekki að klára verkefnið sem hann bauð sig til, þá á hann að hætta nú þegar, sem og Sigurður Ingi sem líklega best hentaði til að draga herfi austur í fóa.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.7.2016 kl. 19:48
Það sáust engin merki um það á vorþinginu að stjórnarandstaðan væri að tefja fyrir, heldur er það fyrst og fremst ágreiningur stjórnarflokkanna, sem tefur, svo sem um verðtrygginguna og húsnæðismálin.
Einar K. Guðfinnsson sagði í útvarpinu áðan að gott samkomulag væri um starfskrána í ágúst.
Ómar Ragnarsson, 26.7.2016 kl. 19:55
Nokkur dæmi um stytri kjörtímabil, einu til þremur árum styttri: 1931-34, 1942-42, 1946-49, 53-56, 56-59, 59-59, 1971-74, 1978-79.
Ómar Ragnarsson, 26.7.2016 kl. 19:58
BJARNI B hefur svikið öll loforð við eldriborgara og öryrkja án þess að svara orði til þessa fámenna hóps sem sveltur undir hans stjórn.
Svikarar eru ekki góðir stjórnmálamenn- þeir eru ekki góðir menn.
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.7.2016 kl. 20:55
Ómar man ekki málþófið í vor.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.7.2016 kl. 21:01
Hvaða málþóf meinar þú? Ég er að tala um störf þingsins eftir að SDG fór og loforðin um kosningar í haust voru gefin. Á þessum allra síðustu vikum þingsins voru lagðar þær línur, sem nú er unnið eftir og forseta þingsins líst vel á.
Ómar Ragnarsson, 26.7.2016 kl. 21:10
Kjörtímabilið er 4 ár að öllu jöfnu nema þing sé rofið og það var yfirlýsing ríkisstjórnar Sigururðar Inga og Bjarna Ben að það yrði í haust. Sigmundur Davíð er ekki í ríkisstjórn og var ekki á þingi þegar þessi ríkisstjórn var mynduð. Hann var farinn í leyfi. Ríkisstjórn Geirs Haarde sat bara í rúm 3 og hálft ár.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.7.2016 kl. 21:29
Þessi ríkisstjórn er ekkert mynduð frekar en Jóhönnustjórn 2009,sem stærði sig af að vera fyrsta vinstri stjórnin til að endast út kjörtímabilið.Var þó hrókerað hægri vinstri,auk þess sem hreyfingin lagði henni lið,er þau sveigðust frá upprunalegri vandlætingu á framferði Jóhönnu yfir i að vera "vinstrari",en allt. Sem sagt okkar stjórn getur hrókerað eftir vild fullkomlega löglega.
Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2016 kl. 02:58
Þetta er ekki rétt hjá þér Magnús Helgi., Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð var hrakin af brautinni af óvinum Íslendinga, enda stjórnarkreppur ekki bestu vinnir almennings.
Rétt hjá þér Heimir Lárusson og Ómar skilur heldur ekkert í afleiðingum tafa og þras umræðu.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2016 kl. 08:31
Sæll Páll
Ég sé að sandkassinn.com kallar þig rasista. Ég hvet þig og aðra sem þannig eru sakaðir um refsiverðan verknað skv. 233. gr. a. almennra hegningarlaga að verja hendur ykkar fyrir dómstólum og krefjast bóta. Þöggunartilraunirnar enda þegar þeir sem að þeim standa þurfa að taka upp veskið.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 27.7.2016 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.