Mánudagur, 25. júlí 2016
Brexit í Bretlandi, bylting í Tyrklandi
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er niðurstaða lýðræðislegs stjórnarfyrirkomulags. Breska þjóðin vildi fullveldið sitt tilbaka. Bylting hersins í Tyrklandi og gagnbylting Erdogan forseta er afleiðing af vanmáttugu lýðræði, sem ekki lengur stendur undir nafni.
Að Tyrkland skuli enn vera í biðröð eftir aðild að Evrópusambandinu en ekki hafnað algerlega og afdráttarlaust er enn ein staðfesting á því að ESB er ekki í þjónustu lýðræðis heldur þjakað af stórveldaórum. ESB er valdahyggjan uppmáluð en metur lýðræðið til fárra fiska.
Evrópusambandið er söguleg tilraun - sem mistókst.
Ekki í stöðu til þess að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.