Mánudagur, 25. júlí 2016
ESB er í sjokki - engin stækkun til 2020
Johannes Hahn stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir í Guardian að engin ný ríki fái inngöngu í ESB næstu árin og alls ekki fyrr en eftir 2020. Útganga Breta út ESB, Brexit, setur sambandið í uppnám.
Gamla hugsunin um sístækkandi Evrópusamband er úrelt. Engin önnur framtíðarsýn er í boði. Carl Bildt, sænski ESB-sinninn, skrifar grein í Morgunblaðið í dag um nauðsyn nýrrar hugsjónar um ,,meiri Evrópu en minna Brussel" sem er orðalag yfir misheppnað samrunaferli ESB síðustu áratuga. (Hér er ensk útgáfa greinar Bildt).
Viðurkenning Giuliano Amato, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í viðtengdri frétt, á merkingarleysu greinar 50 í Lissabonsáttmálanum, sem leyfir úrsögn úr ESB, er enn annað dæmið um rörsýn sambandsins. Höfundar ESB töldu sambandið sögulegan óhjákvæmileika sem ekki væri hægt að endurskoða.
Með Brexit hefst uppstokkun Evrópusambandsins. Enginn veit hvort ESB lifir af þessa uppstokkun og allra síst þeir sem stjórna sambandinu. Með Brexit tók lýðræðið yfirhöndina og vestrænt lýðræði er óútreiknanlegt nú um stundir.
Greinina átti aldrei að nota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeirra eigin orð segja allt sem segja þarf um Evrópusambandið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.7.2016 kl. 12:13
Alltaf er gama að sjá þegar beint vestrænt lýðræði í formi þjóðaratkvæðagreiðslna er mært af þeim sem hamast annars samfellt gegn því.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2016 kl. 12:44
Umræðan á einmitt að vera sannleikanum samkvæm. Hér er aðgerðum fagnað sem treysta lýðræðið,eins og Bretar stefna að. Okkur væri nær að minna á þvæluna um 50.greinina sem klifað var hér á í ákafanum að þvinga Íslendinga inn í ESb.- Það er blind trú aðildarsinna og greinilega auðvelt ESbéinu að ginna,sem fékk þá til að halda þessu gervi-leyfi um útgöngu að Íslendingum. Vitið er ekki allt hjá prófessorum.
Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2016 kl. 13:26
Undarlegast af öllu er það sem ég heyrði á einhverjum fjölmiðlinum fyrir nokkrum dögum, að Bretar ætluðu að endurnýja og efla kjarnorkuvopnaforða sinn?Eru þeir orðnir endanlega klikkaðir?
Eru fréttastofnanir heimsins alveg helstýrðar og heilaþvegnar, fyrst þær eru ekki með þessar fréttir á fyrstu síðu sinna fjölmiðla alla daga?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2016 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.