Föstudagur, 22. júlí 2016
Lúkas tekinn á þjóðhátíð - umræðunauðgun
Einu sinni var hundur sem týndist. Nokkrir á samfélagsmiðlum sögðu hundinn hafa mætt hræðilegum örlögum dýraníðings. Fjölmiðlar tóku þátt og sögðu frá kertafleytingum og mótmælum vegna hundsins. ,,Umræðan" tók meintan dýraníðing fyrir og tætti af honum mannorðið. Nokkru síðar kom Lúkas af fjalli ómeiddur.
Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar tekið lúkas á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Aðalfréttatími RÚV í gærkvöldi var með þjóðhátíðarlúkasinn sem fyrstu frétt. Vitnað var í yfirlýsingu fimm hljómsveita sem vitnaði í ,,umræðuna", sem RÚV, aðrir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar standa fyrir, þar sem krafan sé að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hengi út fyrsta fórnarlamb nauðgunar á þjóðhátíð til áminningar um nauðsyn ,,umræðunnar".
,,Umræðan" telur að bæjaryfirvöld eigi að stilla fórnarlambi kynferðisofbeldis á opinberan stall til að réttlæta umræðu um nauðgun. Mannúðleg málsmeðferð réttarríkisins er algert aukaatriði: ,,umræðan" þarf sitt fórnarlamb.
Ef ,,umræðan" fær sínu fram verður særð, smánuð sál, sem vogar sér að kæra nauðgun, sett til sýnis á opinberum vettvangi strax eftir að glæpurinn er kærður. Þökk sé ,,umræðunni" fær misþyrmda manneskjan ekkert svigrúm til að komast heim í öruggt skjól, heldur verður hún að þola opinbera umræðunauðgun í lóðbeinu framhaldi af líkamlegri nauðgun.
Þjóðhátíðarlúkasinn verður til í andrúmslofti netvæddrar múgsefjunar. Er ekki mál að linni?
Draga sig úr dagskrá þjóðhátíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarfur, góður og hárrettur oistill hjá þér kæri Páll sem jafnan.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.7.2016 kl. 11:01
Tek heilshugar undir með þér Páll.
"FRÉTTAEFNI" og einstaklingur sem hægt er að fjalla um í nafni þess að veita "UPPLÝSINGAR" til almennings, er ekki til annars en að selja, hafa eitthvað til að mjatla á og fá "rós" í hnappagatið. Þolandi ofbeldis er bara viðfangsefnið sem hægt er að nota til að "flytja frétt" að öðru leiti er "frétta flytjendum" sama um viðkomandi.
Það þarf svo sannanlega að stokka upp í fréttaflutningsflórunni og finna fólk og miðla sem fjalla um það sem fréttnæmt er, ekki bara neikvæðar og oft á tíðum tilbúnar fréttir heldur einnig jákvæðar uppörvandi fréttaefni, það er til nóg af slíku.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.7.2016 kl. 11:04
Ef eitthvað Kallar á rannsókn þá eru það þessi taktvissu móðursýkisköst sem dynja sífellt yfir okkur.
Ragnhildur Kolka, 22.7.2016 kl. 12:25
Sem sagt: Gera skal ráð fyrir að hver kæra sé sama eðlis og Lúkasarmálið. Er það rétt skilið?
Ómar Ragnarsson, 22.7.2016 kl. 16:10
Þú veist nú betur en að túlka þetta þannig Ómar. Það gæti varla skýrara verið að Páll er að tala um múgsefjuninna sem gripið hefur hina eilífu æsku.
Ragnhildur Kolka, 22.7.2016 kl. 16:24
Rétt hjá Ragnhildi. Samlíkingin í blogginu er á milli Lúkasarmálsins og umræðunnar um verklag lögreglunnar í Eyjum. Mögulegar kærur vegna mögulegra kynferðisbrota á væntanlegri þjóðhátíð eru allt annar handleggur.
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2016 kl. 16:40
Páll.. ef tilynnt væri um 7 kynferðisbrot eina nóttina á Þjóðhátíð.. finnst þér að það séu upplýsingar sem eigi að geyma með að upplýsa þar til mörgum mánuðum seinna?
Jón Bjarni, 22.7.2016 kl. 17:17
Jón Bjarni, nauðganir eru ekki tilkynntar eins eldsvoði eða mannslát heldur kærðar. Brotaþoli kærir nauðgun. Hvort hann gerir það strax eftir glæpinn eða að einhverjum tíma liðnum veit ég ekki og þú sennilega ekki heldur. Þar af leiðir eru þínar pælingar ekki grunnur frekari umræðu.
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2016 kl. 17:33
Best væri að nota ekki þettað lið á þjóðhátíð.
Ómar og Jón Bjarni, ef dóttir ykkar lemti í þeim hrilling að verða nauðgað,vilduð þið að þeim yrði stillt upp á forsíðu fjölmyðla ?
Björn Jónsson, 22.7.2016 kl. 22:21
Hvernig" stillt upp á forsíðu fjölmiðla"? Ég hélt að þetta fælist yfirleitt í því að nefna tölu mála.
Ég er hins vegar sammála því að múgsefjun eins og í Lúkasarmálinu er nokkuð sem beri að forðast og þar erum við Páll sammála.
Ómar Ragnarsson, 22.7.2016 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.