Píratar tapa á Viðreisn, Samfylkingin gjörtapar

Viðreisn, stjórnmálaafl ESB-sinna, sækir í sama fylgið og Píratar. Lausafylgi sem ekki treystir hefðbundnum flokkum og vill refsa þeim með stuðningi við nýjasta stjórnmálaaflið sem stendur til boða hverju sinni.

Viðreisn leitar hófanna nokkuð víða, Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi og Páll Magnússon fjölmiðlamaður eru nefndir sem frambjóðendur. Eyjan nefnir einnig samfylkingarþingmenn eins og Valgerði Bjarnadóttur og Össur Skarphéðinsson á lista Viðreisnar.

Björt framtíð gerði gott mót síðustu kosningar og skolaði þingmönnum á land, sem áður tilheyrðu vinstriflokkunum. Viðreisn ætlar að leika sama leikinn en sækja í fylgi til hægri, einkum Sjálfstæðisflokksins. En þar sem Píratar eiga mest fylgi í skoðanakönnunum, og það fylgi er kvikt, er viðbúið að Viðreisn fái til sín hluta þeirra kjósenda sem í könnunum gefa upp stuðning við Pírata.

Stærsti tapið á vexti og viðgangi Viðreisnar ber þó Samfylkingin, sem var eini ESB-flokkurinn. ESB-sinnar eru fáir og ekki til skiptanna á fleiri en einn flokk. Það væri nokkur pólitísk kaldhæðni ef Viðreisn yrði síðasti naglinn í líkkistu Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband