Fimmtudagur, 14. júlí 2016
Bretland breytir stöðu Íslands andspænis ESB
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu breytir stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Það var alltaf langsótt að Ísland yrði aðili að ESB þegar næstu nágrannaríki okkar standa utan: Grænland, Færeyjar og Noregur. Eftir Brexit er óhugsandi að Ísland svo mikið sem íhugi aðild að ESB.
Áhersla nýs utanríkisráðherra Bretlands á aukin samskipti við Bandaríkin er rökrétt framhald af Brexit. Bretland vill styrkja stöðu sína sem Atlantshafsríki eftir viðskilnað við meginlandsríkin í ESB. Í framhaldi mun Bretland leita eftir sterkari tengslum við önnur strandríki á Norður-Atlantshafi.
Ísland stendur frammi fyrir nýjum áskorunum eftir Brexit. Við hljótum að leggja höfuðkapp á að treysta böndin við þau ríki sem við eigum sem næstu nágranna, þ.e. Grænland, Færeyjar og Noreg, og veita Bretlandi vinsamlegan stuðnig að fóta sig utan ESB.
Bandaríkin fara fremst í röðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki bandalag Íslands og Englands elsta ríkjabandalag Evrópu frá tímum ensku aldarinnar?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 14.7.2016 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.