Launaöfund, félagsleg samheldni og friðþæging

Launakerfið í landinu á að þjóna félagslegri samheldni. Þetta er staðreynd sem oftast er ósögð í umræðunni. Félagsleg samheldni krefst þess að ójöfnuður launa haldist innan ákveðinna marka, án þess að þau séu nákvæmlega skilgreind.

Launaöfund er sá hvati sem heldur launaójöfnuði í skefjum. Stöðugur samanburður á milli launahópa er knúinn áfram af launaöfund.

Öfund er neikvæð tilfinning sem enginn viðurkennir opinberlega. Til að friðþægja fyrir launaöfund notar forseti ASÍ orðalag að ,,allt fari í bál og brand" ef forstjórar ríkisstofnana verði á sirka tvöföldum meðallaunum félagsmanna ASÍ.

Tvöfaldur launamunur hleypur engu í bál og brand. En menn þurfa að láta að svo sé. Og forsetinn gerir það ágætlega.

 

 


mbl.is Allt fari í bál og brand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að lægstu útborguðu laun dugi ekki fyrir framfærslukröfu-kostnaði, er óverjandi, í siðmenntuðu velferðar og réttarríki. Það hefur ekkert með öfund að gera, heldur lífsnauðsynlega möguleika.

Það er líka óverjandi að kennitöluflakkara-fyrirtæki með "póstnúmer" 0000, í skattfrjálsum landlausum tölvu-háloftunum, drepi bæði heiðarleg fyrirtæki og heiðarlegt launafólk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2016 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband