Miðvikudagur, 13. júlí 2016
Mótsögnin lýðræði og félagslegt réttlæti
Obama Bandaríkjaforseti segir djúpa galla í lýðræðinu að fimm hvítir lögreglumenn voru skotnir í Dallas sem viðbrögð við að tveir blökkumenn voru skotnir af lögreglumönnum norðar í landinu.
Félagslegur ójöfnuður og kynþáttamisrétti eru oftar en ,,gallar lýðræðis" nefndar sem ástæður fyrir ofbeldi í Bandaríkjunum. Tölfræðin styður það ekki og blökkumenn eins og Larry Elder hafna þeim skýringum, en umræðan er engu að síður á þann veg.
Orð Obama, á hinn bóginn, um ,,galla lýðræðis" gefa tilefni til að spyrja um möguleika lýðræðis að stuðla félagslegu réttlæti. Stutta svarið er að lýðræði er illa til þess fallið stuðla að félagslegu réttlæti. Lýðræði er aðferð til að velja stjórnvöld og setja þau af í almennum kosningum.
Það er ekki frumhlutverk lýðræðis að breyta tekjuskiptingu í samfélaginu og stuðla þannig að félagslegum breytingum. Stjórnvöld breyta tekjuskiptingunni með því að grípa inn í afleiðingar af viðskiptum manna og jafna útkomu þeirra í gegnum skattakerfið. Stjórnvöld í lýðræðissamfélagi eru með umboð frá kjósendum til slíkra inngripa. Í grunninn er það umboð meirihlutans til að skerða tekjur minnihlutans. En það er ekki sá galli lýðræðisins sem Obama gerði að umtalsefni, heldur hinn að lýðræðið gerir ekki öll dýrin í skóginum að vinum. Lýðræðið býr ekki til félagslegt réttlæti og er enn síður hæft til að breyta mannlegu eðli.
Sagði löndum sínum að örvænta ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.