Þriðjudagur, 12. júlí 2016
Línurit útskýrir Brexit og Trump
Breskt nei við ESB-aðild og almennur stuðningur við forsetaframboð Donald Trump eru tvær útgáfur af andófi gegn alþjóðavæðingu. Breski miðillinn Telegraph birtir línurit sem útskýringu á stórauknum efasemdum um ágæti alþjóðavæðingar.
Línuritið sýnir að rauntekjur millihópa á vesturlöndum drógust saman tvo áratugi fyrir kreppuna 2008. Lægri tekjuhópar um víðan heim bættu stöðu sína og efnafólk stórbætti rauntekjurnar.
Millistéttin á vesturlöndum veitir þeim pólitískan stuðning sem gagnrýna alþjóðavæðingu og krefjast endurskoðunar á ríkjandi fyrirkomulagi.
Athugasemdir
Í allri þessari alheims pólitísku útgerð skortir jafnvægi.-- Gerðum við ekki ráð fyrir þroska?..Jæja við hættum þá að leika "vegasalt" við þann sem dregur plankann mörg fet sín megin,köllum bara á heimavarnarliðið og friðurinn er úti.
Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2016 kl. 01:02
Ég held að þetta sé hárrétt athugað hjá þér Páll, þ.e. að með alþjóðavæðingunni hófst tilfærsla á störfum til 3. heimsins frá Vesturlöndum. Með WTO og gagnkvæmum fríverslunarsamningum tókst auðhringum og bönkum að færa stóran hluta iðnaðarframleiðslu til láglaunalanda með það eitt að augum að flytja vöruna heim og selja hana þar jafn dýrum dómum og áður. Eitthvað lagaðist efnahagsástandið í 3.. heiminum en á Vesturlöndum hrundi velmegunin bæði hjá lágstéttinni og miðstéttinni. Þetta er hið eiginlega vandamál og breytir ósköp venjulegu fólki í "hægri öfgamenn", sem er þó ekkert annað en fátækt, atvinnulaust eða láglaunað fólk, sem er að auki skuldsett. Síðan sé það milljónir flóttamanna koma til landsins, sem eru viljugir til að sætta sig við hvaða kjör sem er og SA um víða veröld fagna. Þetta er mál sem er flókið og erfitt viðureignar, en lausnin felst klárlega ekki í að taka við öllum 1-2 milljörðum manna á Vesturlöndum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.7.2016 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.