Betra Bretland utan ESB

Þær raddir eru þagnaðar sem vildu ómerkja Brexit-atkvæðagreiðsluna 23. júní og halda Bretlandi inni í Evrópusambandinu í trássi við vilja þjóðarinnar. Fjármálamarkaðir taka Brexit í sátt og hækka.

Nýr forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun á næstu mánuðum virkja grein 50. í Lissabonsáttmálanum sem hleypir af stokkunum formlegu úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.

Úrsögn Breta úr ESB veldur til langs tíma pólitískum áherslubreytingum á Norður-Atlantshafi. ESB-verður í auknum mæli félagsskapur meginlandsþjóða á meðan Bretar munu treysta stöðu sína með strandríkja í norðri og við Bandaríkin/Kanada í vestri.


mbl.is Vill byggja upp „betra Bretland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi var ráðgefandi en að sjálfsögðu bar að virða úrslit hennar þótt mjótt væri á munum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 hér á landi var líka ráðgefandi og með afgerandi úrslitum, en samt telja þeir sömu og réttilega vilja að atkvæðagreiðsla Breta sé virt, að alls ekki megi virða úrslitin hér og helst ekki hafa þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ómar Ragnarsson, 12.7.2016 kl. 10:55

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Var jafn hátt hlutfall kosningabærra manna sem tóku þátt 20.10.2012 og nú í Brexit?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.7.2016 kl. 11:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan hér varðaði 6 misloðnar spurningar sem fengu misjafnar undirtektir. Þáttakan var um helmingi minni en í bretlandi.

Til upprifjunnar þá voru apurningarnar þessar:

1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

 

Þeir sem svöruðu fyrstu spurningu neitandi voru engu að síður taldir með, þótt í svarinu fælist höfnun á öllu sem eftir kom.

 

Það má nefna að umræddar stjórnarskrártillögur voru bornar undir Feneyjanefnd ESB sem hafnaði þeim sem algeru dómadags rugli í álitsgerð 2013. Þessvegna hætti sú ríkistjórn sem málið rak við að gera meira í málinu. Á sama tíma var ESB umsókn lögð í salt, vegna þessa því þessi tvö mál voru sama málið.

 

Allur þessi sirkus var settur af stað til að gefa heimild til framsals ríkisvalds svo hægt væri að ganga í sambandið. Það mislukkaðist vegna þess að of margir fyrirvarar voru settir fyrir þessu framsali í nýju og því ekki hægt að opna kafla er vörðuðu framsal og umsóknin féll um sjálfa sig.

Í komandi kosningum mun því lítið sem ekkert rætt um esb, heldur mun lýðskrumið snúast um stjórnarskrármálið. Stjornarskránni verður að breyta áður en hægt verður að halda áfram með esb umsóknina.

Ómar veit þetta, en hefur annað hvort ekki heiðarleika til að ræða málið á þeim forsendum eða er of takmarkaður til að skilja um hvað málið snýst.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.7.2016 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband