Kristni, þjóðkirkja og menningarfjandskapur Pírata

Halldór Auðar Svansson Pírati segir það hræsni, samkvæmt endursögn Eyjunnar, að styðja skólaheimsóknir barna í kirkjur landsins annars vegar og hins vegar leggja til afnám þjóðkirkjunnar í kjölfar nýrrar kirkjupólitíkur er setur hugdettur presta ofar landslögum.

Því er til að svara að landsins börn fara í kirkjur til að læra um kristni, sem fylgt hefur landsmönnum í meira en þúsund ár. Þjóðkirkjan er ekki handhafi kristni í landinu. Sögulega á kaþólska kirkjan meiri rétt en sú lúterska að teljast frumafl kristni hér á landi.

Kristni er menningarverðmæti, án tillits til trúarsannfæringar. Til að skilja sögu lands og þjóðar þurfa ungmenni að fá innsýn í kristni. Það mætti leggja þjóðkirkjuna niður á morgun og færa kristnifræðslu alfarið í skólana.

Píratar eru menningarfjandsamlegur hópur fólks sem vill ræna þjóðina sögulegri og siðferðilegri vitund með því leggja stein í götu kristnifræðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Þú að sjálfsögðu Páll ert með gögn um það að píratar ætli að leggja niður kristnifræðslu í skólunum.  Ég meina annrs væri jafn vandaður maður sem kallar sig blaðamann ekki að skrifa um málið.  Ekki satt Páll.

Baldinn, 11.7.2016 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband