Laugardagur, 9. júlí 2016
Biskup boðar aðgerðakirkju, þjóðkirkjan er dauð
Í stað þess að biðjast afsökunar á framferði embættismanna kirkjunnar í Laugarneskirkju, þar hvatt var til lögleysu og valdstjórnin gerð að fasistum, boðar biskup Íslands framhald á nýrri kirkjustefnu sem kenna má við aðgerðakirkju. Gripið skal inn í lög og reglur eftir því sem pólitískir vindar blása, eru skilaboð biskups.
Þjóðkirkjan, eins og við höfum þekkt hana í mannsaldra, er þar með dauð. Pólitísk og trúarleg rök hníga til þess að við leggjum niður þjóðkirkjuna með lagasetningu á alþingi.
Pólitísku rökin eru augljós. Aðgerðakirkja sem býður yfirvöldum birginn og grefur undan virðingu fyrir lögum og rétti getur ekki verið á framfæri hins opinbera. Sjálfur höfundur kristni á Íslandi, Þorgeir Ljósvetningagoði, sagði fyrir meira en þúsund árum að við yrðum að hafa ein lög í landinu, annars yrði hér borgarastyrjöld. Aðgerðakirkja sem teflir fram sínum eigin lögum gegn lögum alþingis slítur í sundur friðinn.
Trúarleg rök fyrir afnámi þjóðkirkjunnar fá staðfestingu í orðum biskups sjálfs, sem boðar samstöðu með lítilmagnanum. Fyrir laun eins þjóðkirkjuprests má metta marga munna í Afríku og mennta marga tugi indverskra krakka. Embættismenn kirkjunnar eru á opinberri launaskrá og sem slíkir afætur á hagsmunum lítilmagnans um víða veröld, samkvæmt orðum biskups. Afnám þjóðkirkjunnar stóreykur getu okkar að stunda þróunaraðstoð til hagsbóta þeim sem líða skort.
Þjóðarsamstaða um afnám þjóðkirkjunnar gefur lúterskum aðgerðasinnum færi á að stunda sína pólitík án kvaða sem embættaskylda leggur þeim á herðar jafnframt því sem hundruð milljóna króna sparast árlega er gætu farið til þróunarlanda, til hjálpar fátækum.
Biskup Íslands hlýtur að fagna tillögum um afnám þjóðkirkjunnar. Þar með fær nýja kirkjustefnan, aðgerðakirkjan, svigrúm til að stunda sína pólitík án íþyngjandi afskipta ríkisrekinnar kirkju.
Hefði mátt undirbúa betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta. Kirkjan fær þrefalt fjármagn landhelgisgæslunnar á ári. Eða eitthvað á sjöunda milljarð og barmar sér samt yfir því að fá ekki nóg, þrátt fyrir að þeir rukki almenning sérstaklega fyrir hvert viðvik og það á lögfræðilaunataxta.
Nú er komin tími á sparíalög. Við getum sparað okkur þennan fjáraustur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2016 kl. 11:04
Endurskoða þarf fjárhagsleg tengsl kirkju og þjóðar ef kirkjan ætlar að setja sig upp á móti lögum að kröfu stjórnleysingja.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.7.2016 kl. 11:22
Svo sammála. Fyrsta skiptið á ævinni, sem ég er orðin á móti kirkjunni. Fleiri eiga eftir að taka undir og með þetta biskupsræskni er verið endanlega að ganga frá Íslensku þjóðkirkjunni. Kannski var það tilgangurinn allan tímann.? Hver veit. En gangi þeim vel þessum prestum og biskupi að betla fé til að hafa í sig og á þegar þeir/þau verða leyst af ríkisjötunni. Við höfum ekkert lengur að gera við þetta lið sem er farið er að hvetja til lögleysu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 9.7.2016 kl. 13:11
Skyldi reka að því, að prestastéttin hálaunaða detti út af launaskrám ríkisins? Aðgerðastefna Agnesar og Solveigar Láru í biskupsembættum og ódælla undirsáta þeirra, sem enn hafa ekki verið tugtaðir til, virðist einmitt geta haft þetta beinlínis í för með sér. Rök munu menn sækja sér víða, m.a. í þessa grein Páls Vilhjálmssonar.
Ég minni þó á Morgunblaðsgrein mína 19. des. 2002: Gegn árásum á Þjóðkirkjuna, þar sem sterk rök fyrir launamálum presta voru rædd og rökstudd, sbr. einnig þessa grein á Kristbloggi: Stuldur ríkisbossa af Þjóðkirkjunni er kominn hátt í 3 milljarða króna). En vissulega blöskrar mörgum ofurlaunakerfið þar sem margir prestar ná hátt í eða jafnvel yfir eina milljón í mánaðarlaun, sbr. nýlegan pistil minn á Kristbloggi: Mammons-prestar?
Í skrifi sínu talaði Agnes um "að kirkjan eigi alltaf að beita sér í þágu þeirra sem standi höllum fæti. Það sé kristin trú í verki. [...] að fólkið í kirkjunni hljóti að taka afstöðu með fólki í neyð. [...] Kirkjunni beri að standa vörð um réttindi fólks hvar sem það fæðist." --En þessir piltar frá friðsömu Suður-Írak stóðu EKKI höllum fæti miðað við kristna menn í Sýrlandi og Norður-Írak, þeir virðast í bezta falli vera "efnahagslegir hælisleitendur", en brottvísan þeirra verið tafin af kerfisfólki um heila sjö mánuði! --Og íslenzka Þjóðkirkjan getur vitaskuld ekki staðið í verki vörð um réttindi fólks hvar sem það fæðist, hún kæmist aldrei yfir 1/1000 þess verkefnis!
Jón Valur Jensson, 9.7.2016 kl. 13:31
Kirkjan á ekki að gjalda fyrir lögleysu biskups og prests sem þar vinna. Taka á á þeim sem lögleysu viðhafa í embættum, en ekki leggja niður ríkisstofnanir þeirra vegna. Vék ekki presturinn?
Elle_, 9.7.2016 kl. 14:10
Ætlum við kannski að loka lögreglustöðvum ef 2 slæmir lögreglumenn vinna þar? Það væri eins mikil fjarstæða.
Elle_, 9.7.2016 kl. 14:30
.....Eða rándýru Rúvinu? Því eina sem ætti að loka eru landamæri Íslands.
Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2016 kl. 15:00
Elle, rétt hjá þér. En sóknarpresturinn vék ekki vegna þessa máls, heldur sagði hún upp starfinu fyrir nokkrum vikum vegna fyrirhugaðs flutnings til útlanda.
Jón Valur Jensson, 9.7.2016 kl. 16:07
Slæmur viðskilnaður hjá viðkomandi presti; að hleypa öllu uppí loft og þurfa svo ekki að fylgja sínu eftir. Annars sammála Helgu; við eigum að loka landamærunum til Evrópu þar sem Schengen annast málin hvort sem er og einbeita okkur að þeim sem koma úr öðrum áttum.
Kolbrún Hilmars, 9.7.2016 kl. 18:49
Já, það væri auðvitað snilldarlegt að loka landamærunum. Enginn út. Enginn inn. Og svo öll völd í hendur hálfvitanna!
Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2016 kl. 20:28
Óttastu ei Þorsteinn, það á að hleypa ESB-sinnum út fyrst.
Elle_, 9.7.2016 kl. 20:38
Mér finnst það ógeðslega fyndið að loksins þegar þjóðkirkjan sýnir í verki með afgerandi hætti þann kærleiksboðskap sem trú hennar á að boða þá verða helstu talsmenn kristinna gilda brjálaðir... Yndislegt
Jón Bjarni, 9.7.2016 kl. 20:52
Var að leggja eftirfarandi athugasemd inn, að gefnu tilefni, á umræðuþræði á Facebókarsíðu Bjarna Randvers Sigurvinsonar guðfræðings:
Prestarnir tveir unnu að því, undir yfirskini helgistundar, að storka lögmæltu stjórnvaldi, ögra því í fyrirskipuðum, lögmætum verkum sínum og leyfa kvikmyndatökur sem sýndu andlit lögreglumanna og nauðsynlega valdbeitingu þeirra og þetta birt í ríkisfjölmiðli og víðar, jafnvel yfir milljón áhorfendur að þessu á vefsíðu al-Jazeera og fullyrt um hörku okkar í innflytjendamálum, jafnvel fasisma lögreglunnar! Og enn hefur Agnes hvorki beðið afsökunar né beitt prestana neinu agavaldi né gagnrýnt aðgerðina sem slíka, bara sagt að hana "hefði mátt undirbúa betur"! Svo vísar hún til "kirkjugriða í nágrannalöndunum," en þegir sem fastast yfir því að hvorki í landsins lögum né reglum Þjóðkirkjunnar eru slík kirkjugrið til, því að Guðbrandur Þorláksson, biskup lútherskra á Hólum í 56 ár, fekk þau kirkjugrið afnumin úr lögum árið 1587! Þekkja kvenbiskuparnir Agnes og Solveig Lára ekki sína kirkjusögu?! Og sæmir það Agnesi að tala með þessum loðna hætti út frá einhverjum praxís í Noregi? Og veit hún ekki,að Norðmenn eins og Svíar og Danir eru að hverfa í veigamiklum atriðum frá sínu opna innflytjendakerfi, takmarka sem sé móttöku hælisleitenda, á sama tíma og fyrirhyggjulaust Alþingi samþykkir mótatkvæðalaust ný Útlendingalög, sem ganga í þveröfuga átt?! ---En enginn flokkur þorir að andmæla þessu hér nema Íslenska þjóðfylkingin.
Jón Valur Jensson, 9.7.2016 kl. 21:03
Þetta minnir á ágætt kvæði eftir Jón Helgason prófessor, Jón Bjarni:
"Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist,
þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst,
þótt maður að endingu lendi í annarri vist."
Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2016 kl. 22:29
Akkurat það sem þær stöllur Elle og Kolbrún skýra fyrir Þorsteini það á að hleypa ESb-sinnum út fyrst. Sumir hafa ekki lesskilning þótt viti vel að stytting mín var í takt við efnið.
Huga sundrar helst um of,
heykjast stundum bökin,
þegar hrundra heimarof
hefur undirtökin.
Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2016 kl. 02:56
Já, Helga, líklega á vísan þessi betur við hér en vísan þekkta hans Jóns í Kaupmannahöfn sem oft er notuð óverðuglega af mönnum sem þola ekki karlmannlegan og tæpitungulausan kristindóm.
Jón Valur Jensson, 10.7.2016 kl. 10:21
Legg til að þið stöllur verðið ráðnar til landamæraeftirlits. Þá getið þið haft ykkar hentisemi og valið fólk inn eftir skoðunum þess og smekk:
"Ertu ESB sinni eða ekki?"
"Kók eða pepsi?"
Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2016 kl. 11:18
Hví er Þorsteinn búinn að gera okkur að vondu köllunum? Sko Þorsteinn, veldu þitt Coke eða Pepsi sjálfur. Ekki ætla ég að velja það fyrir þig.
Elle_, 10.7.2016 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.