Fimmtudagur, 7. júlí 2016
Beðið eftir Sigmundi Davíð
Framsóknarflokkurinn geldur þess í fylgismælingum að hann er foringjalaus sem stendur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður tók sér frí frá pólitík í kjölfar RÚV-atlögu.
Þegar líður á sumarið kemur formaðurinn tvíefldur til leiks og réttir hlut sinn og flokksins.
Annað fréttnæmt í þessari könnun er að Sjálfstæðisflokkurinn bremsar fylgisaukningu Viðreisnar, án þess að hreyfa legg eða lið.
Hreyfing á fylgi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fylgið er vallt á sólríkum sumardögum. Skoðanakannanaþvælan er um það bil að valda ælupest, meðal almennings. Almennings, sem er ekki skoðanakönnun. Almennings, sem ekki lætur umræður fréttasnápa, pistlahöfunda og áskrifenda að hinum ýmsu þáttum "umræðunnar" hafa áhrif á val sitt. "Fréttamenn" og "blaðasnápar" sem telja sig nafla og miðjupunkta alheimsins, hafa sjaldan skorað ver, en nú til dags. Skrifa, segja, prenta, útvarpa, sjónvarpa og útdeila hvaða dauðans dellu sem eigandanum þóknast. "Lowest of the low"í daglegri umræðu. Hoppi þeir hreinlega þangað sem sólin sjaldan, ef nokkurn tíma skín.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.7.2016 kl. 01:27
Hjá stórum hluta Framsóknarmanna er beðið eftir því að Sigmundur Davíð hætti svo að flokkurinn geti fariða að sjá til sólar með traustvekjandi formann og stefnu.
Ómar Ragnarsson, 8.7.2016 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.