Miðvikudagur, 6. júlí 2016
Írakinnrásin 2003 var mistök sem hvorki Trump né Clinton leiðrétta
Saddam Hussein Íraksforseti var ekki ógn við heimsfriðinn. Rökin fyrir innrás voru veik og áætlanir um Írak eftir stríð voru ekki til. Þetta eru meginniðurstöður Chilcot-skýrslunnar.
Írakstríðið var upphaf að núverandi ófremdarástandi í miðausturlöndum. Jeffrey D. Sachs skrifar að innrásin í Írak var liður í áformum Bandaríkjanna að breyta valdahlutföllum í miðausturlanda í sína þágu á kostnað Sovétríkjanna/Rússa. Ráðandi öfl í Bandaríkjunum töldu sig hafa 5 til tíu ár að úthýsa Rússum úr miðausturlöndum eftir að kalda stríðinu lauk 1991.
Hussein var bandamaður Rússa og Assad forseti Sýrlands sömuleiðis. Því skyldi kollsteypa báðum. Írak er ónýtt ríki og í Sýrlandi er blóðug borgarastyrjöld. Öfgaöfl leika lausum hala og efna til hryðjuverka í miðausturlöndum og utan þeirra - i Bandaríkjunum og Evrópu.
Jeffrey D. Sachs ráðleggur Bandaríkjunum að slíðra sverðin og leita pólitískra lausna fremur en hernaðarsigra. Vandamálið er að næsti Bandaríkjaforseti verður annað hvort Donald Trump eða Hillary Clinton. Annar er stríðsæsingamaður nýr á vettvangi stjórnmálanna en hinn raðlygari úr sömu elítunni og bjó til Írakstríðið. Mistökin frá 2003 verða ekki leiðrétt í bráð.
Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.