Þriðjudagur, 5. júlí 2016
Takk fyrir vaktina, Vigdís
Vigdís Hauksdóttir stóð vaktina þegar á reyndi, á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem vildi hraðferð inn í ESB og borga fargjaldið með Icesave.
Vigdís var ávallt sannfærð um fullveldi Íslands ætti ekki að fórna þótt eitthvað hafi farið úrskeiðis í fjármálagjörningum bankamanna og meðhlaupurum þeirra.
Vigdís er oft gagnrýnd fyrir að hlaupa á sig. En hún hljóp aldrei frá sannfæringu sinni um hvað væri Íslandi fyrir bestu. Fyrir það ber að þakka.
Ekki erfið ákvörðun að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér Páll. Við eigum eftir að sakna Vigdísar og vasklegrar framgöngu hennar í málum sem varða þjóðarhagsmuni.
Ragnhildur Kolka, 5.7.2016 kl. 10:16
Hárrétt kæri Páll. Tek undir oð þín um Vigdísi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.7.2016 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.