Mánudagur, 4. júlí 2016
Menntaðir múslímar og trúarhryðjuverk
Menningarheimur múslíma fór á mis við upplýsinguna og frönsku byltinguna. Múslímar rækja trú sína á líkan hátt og kristnir á miðöldum þar sem samfélagsvald og trú er samofið.
Vestræn veraldarvæðing og austræn, sbr. Japan og Kína, leikur trúarmenningu múslíma illa. Veraldarvæðingin afhjúpar fyrnsku trúarbragða. Samfélög sem byggja á leiðsögn trúar liðast í sundur þegar veraldarhyggja nær sér á strik. Öfgahópar nýta sér örvæntinguna um trúarheim á fallanda fæti og boða stríðsmenningu frá miðöldum sem andsvar. Viðbúið er að menntamenn svari kallinu fremur almúginn. Menntamenn eru veikir fyrir hugsjónagöldrum, hvort heldur úr trú eða pólitík.
Kristinn menningarheimur veraldarvæddist á tímabilinu frá uppreisn Marteins Lúthers í byrjun sextándu aldar og fram yfir frönsku byltinguna. Trú var aldrei fjarri helstu stríðsátökum tímabilsins. Samfélag í greipum trúar veraldarvæðist ekki friðsamlega heldur með látum.
Vel menntaðir úr efnuðum fjölskyldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig með fyrri og seinni heimstyrjöldin, vietnam striðið, Kórea striðið og irak og Libyju striðið. Var það trúar styrjaldir?
Salmann Tamimi, 4.7.2016 kl. 19:31
Það þarf engan að undra að menntamenn úr arabaheiminum séu hallir undir trúaröfga. Þeir hafa mestu að tapa þegar heimsmynd þeirra hrynur. Al-Kaída spratt upp úr slíkum jarðvegi. Við höfum séð þá áður að verki. Það voru vel stæðir menntamenn sem flug vélunum á Tvíburaturnana og það voru menntaðir menn sem sprengdu strætisvagninn i London. Þeir leiddu í upphafi og síðan tók götulýðurinn við. Skefjalaust hatur og blóðþorsti knýr ISIS áfram.
Nýleg könnun gerð í öllum ESB ríkjum sýnir að 70% íbúa sambandsins óttast múslimsku flóðbylgjuna. Enn fleiri telja yfirvöld ekki gera nóg til að verja íbúana sem fyrir eru. Könnunin var gerð í Apríl en ekki birt fyrr en núna eftir kosningarnar um Brexit, því menn óttuðust að það myndi hafa áhrif á kosningarnar. Líklega er það rétt.
Ragnhildur Kolka, 4.7.2016 kl. 20:49
Egypski stjórnmálafræðingurinn og rithöfundurinn, Hamed Abdel-Samad, gaf út bók fyrir nokkrum árum sem nefnist á ensku: The Downfall of the Islamic World. Þar spáir hann því að hinn islamski heimur geti ekki til lengdar staðist menningu nútímans.
Abdel-Samad er sonur imams og er alinn upp í ströngum islömskum sið, var hann sem drengur látinn læra Kóraninn utanbókar. Sem ungur maður gekk hann til liðs við Bræðralag Múslima, en yfirgaf fljótt þann félagskap.
Hann hefur einnig látið frá sér fara aðra bók sem á ensku heitir: The Islamic Fascism, þar ber hann saman Islam og fasisma sem hvor tveggja séu byggð á hugmyndafræði sem bannar gagnrýna hugsun og krefst skilyrðislausrar hlýðni.
Loks kom, síðastliðið haust, út bók eftir hann sem á ensku heitir: The Case against Mohammed, þar tekur hann persónu spámannsins til meðferðar.
Það má undarlegt heita að þessi merkilegi fræðimaður sem er enn, að því er ég best veit, búsettur í Þýskalandi þar sem hann verður að njóta stöðugrar lífvarðagæslu, skuli vera alveg ókekktur hér á landi, hvað þá að minnst sé á bækur hans.
Hörður Þormar, 5.7.2016 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.