Þjóðaratkvæði, Brexit og afsökun Pírata

Til skamms tíma var þjóðaratkvæði aðalmál Pírata. Stjórnarskránni skyldi breyta til að auðvelda framgang þjóðaratkvæðagreiðslna. Píratar notuðu þjóðaratkvæði sem afsökun fyrir almennu stefnuleysi - þjóðin átti að fá að ráða fram úr öllum stærri málum í beinni atkvæðagreiðslu.

Brexit efhjúpar stefnu Pírata sem hreina loddarapólitík. Brexit sýnir að umdeild mál fá ekki endilega niðurstöðu í þjóðaratkvæði sem sátt er um. Eftir Brexit eru tveir stærstu flokkar Bretlands klofnir.

Píratar reyna að selja okkur þjóðaratkvæði á fölskum forsendum. Það er til muna farsælla að búa við flokkakerfi þar sem stjórnmálaflokkar ganga til móts kjósendur í lok hvers kjörtímabils og biðja um umboð að stjórna landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga aðeins við í algjörum undantekningatilfellum - t.d. Icesave.

 


mbl.is Brexit-andstæðingar mótmæla í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er með þessu verið að segja að það hefði ekki átt að kjósa beint um Icesave?

Var maður á röngu róli með því að skrifa undir áskorun til forseta Íslands um að vísa því máli í þjóðarakvæðagreiðslu?

Ómar Ragnarsson, 2.7.2016 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að allri vitleysu slepptri, þar á meðal þeirri sem kemur fram í þessum pistli, þá voru gerð afskaplega einföld en mjög afdrifarík mistök við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit: Hún var ekki bindandi. Það voru slæm mistök sem við öll (líka Píratar) ættum að draga lærdóm af!

Ómar: Nei, þú gerðir sko rétt með því. Ef það mál hefði ekki farið í (bindandi!) þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem ríkisábyrgð var hafnað, hefði Ísland orðið brotlegt við EES-samninginn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum sem hefðu getað orðið ríkissjóði fjárhagslega ofviða. Þetta vissir þú kannski ekki, en það er vegna þess að sú ríkisstjórn sem þá var við völd og fjölmiðlar henni hliðhollir héldu því allan tímann markvisst leyndu fyrir þjóðinni að slík ríkisábyrgð var beinlínis bönnuð samkvæmt reglum EES.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2016 kl. 23:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, máttirðu ekki vera að því að lesa þennan stutta pistil Páls út í gegn? Hann segir í lokasetningu sinni (í upphaflegum pistlinum, sem hefur í engu verið breytt): "Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga aðeins við í algjörum undantekningatilfellum - t.d. Icesave."

Jón Valur Jensson, 3.7.2016 kl. 00:14

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Minni á að það er munur á "þjóðar-atkvæðagreiðslum" og "samfélags-atkvæðagreiðslum". Enska þingið er þjóðþing Englands. Það er handhafi fullveldisins og algerlega æðra en "samfélags-atkvæðagreiðsla".

Muna: þjóðin er samfélaginu æðri. Þess vegna geta "samfélags-atkvæðagreiðslur" aldrei orðið bindandi í Bretlandi. Sem sagt: í Englandi er samfélagið ekki þjóðin. Þetta er mjög mikilvægt.

Kveðjur til allra og sérstakar þakkir til þín Páll fyrir þín góðu og mikilvægu skrif.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2016 kl. 00:30

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga bara vera þegar Jón Valur og Páll Villhjálmsson vilja fá sitt fram.

En sem betur fer hlusta fáir á þessa menn..

Snorri Arnar Þórisson, 4.7.2016 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband