Mánudagur, 27. júní 2016
Brexit, forsetakjör og lamandi Pírata-lýðræði
Forsetakjörið á Íslandi er líklegt að vera léttvægt í pólitískri umræðu í samanburði við Brexit. Systurflokkur Samfylkingar í Bretlandi, Verkamannaflokkurinn, logar í innanflokksdeilum eftir Brexit, sem flokkurinn ber þó enga ábygrð á.
Beint lýðræði, í anda Pírata, fær einnig á kjaftinn í umræðunni. Margir taka undir Kenneth Rogoff sem segir þjóðaratkvæðið í Bretlandi sýni ógöngur beina lýðræðisins.
Lýðræðisumræðan eftir Brexit byggir á tveim ólíkum forsendum. Í einn stað að samfélög verði að fá tækifæri að segja álit sitt á stærri málum, til dæmis aðild að ESB. Í annan stað er tekinn vari á að einfaldur meirihluti sé nægur til að kollvarpa ríkjandi skipulagi - og ESB-aðild Breta var hluti af ríkjandi skipulagi.
Sett í samhengi: forsetakjörið á Íslandi er ekki vefengt þótt kjörinn forseti fái langt undir 50 prósent fylgi. Brexit-kosningin í Bretlandi er harðlega gagnrýnd þótt ótvíræður meirihluti hafi hafnað ESB-aðild.
Píratar munu ekki eiga auðvelt með að selja þjóðinni þá hugmynd að beint lýðræði, þar sem meirihlutinn ræður, sé raunhæf aðferð til að leiða mál til lykta í lýðræðisríki. Hugmyndir um að smáhópar í samfélaginu, 15 til 20 prósent hópar, geti knúið fram þjóðaratkvæði um áhugamál sín eru algerlega út í bláinn eftir Brexit.
Stjórnarskrá lýðveldisins sýndi í forsetakjörinu að hún virkar vel og engin ástæða til að hrófla við henni. En Píratar vilja einmitt stokka upp stjórnarskrána. Eftir Brexit eru Píratar í bullandi vörn með þau fáu málefni sem þeir tjalda með.
Corbyn að missa tökin á flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.