Árni Páll - Brexit er grafskrift Samfylkingar

Samfylkingin tapar mest íslenskra stjórnmálaflokka á Brexit. Frá innanflokksatkvæðagreiðslu 2002, sem sannanlega var furðuflipp, til dagsins í dag er Samfylking fyrirvaralaus ESB-flokkur.

Yfirvegaðir hægrimenn í Bretlandi útskýra Brexit með vísun í langa hefð friðsamlegra mótmæla Englendinga gegn illþolandi yfirvaldi. Róttækir vinstrimenn segja Brexit andóf almennings gegn yfirstéttarelítunni. Fráfarandi formaður Samfylkingar býður upp á analísuna að Brexit sé ,,furðuflipp."

Árni Páll er í sporum sanntrúaðra kommúnista eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968. Innrásin afhjópaði vangetu kommúnista að stjórna með öðru en ofbeldi; Brexit sýnir að ESB þolir ekki lýðræði.


mbl.is Breska þjóðaratkvæðið „furðuflipp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Liberals í UK eru líklega jafnhissa og ÁPÁ hér uppi.  Það heyrist ekki tíst frá þeim á meðan bæði Labour og Conservatives eru í óða önn að taka til hjá sér eftir "furðuflipp" óbreyttra stuðningsmanna sinna.  Hafa líklega fylgst betur með grasrótinni sinni en kratarnir.

Kolbrún Hilmars, 26.6.2016 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband