Laugardagur, 25. júní 2016
ESB-sinnar í hár saman: Guðni Th., Andri Snær og Egill H.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og aðrir með skynbragð á alþjóðastjórnmál vita að Brexit breytir öllu í ESB-umræðunni, bæði hér heima og um alla Evrópu. Brexit þýðir endastöð Evrópusambandsins í núverandi mynd. Tvær meginútgáfur af framhaldinu sýna sig í umræðunni erlendis um framtíð ESB.
Í fyrsta lagi að Brexit verði upphafið að fleiri úrsögnum úr ESB. Þýska útgáfan Die Welt ræðir möguleg dómínóáhrif af Brexit, sem fæli í sér að sambandið liðaðist í sundur.
Í öðru lagi gætu þau 27 ríki sem nú eru í ESB þétt raðirnar og dýpkað samstarfið til að skapa Stór-Evrópu er tæki enn meira fullveldi af aðildarþjóðum sínum.
Einhver milliútgáfa er hugsanleg, þar sem fleiri þjóðir færu út, t.d. Grikkland sem yrði ýtt út, en hinar styrktu og dýpkuðu samstarfið.
Hvað sem úr verður er þrennt morgunljóst frá íslenskum sjónarhóli.
1. Brexit-ferlið og viðbrögð ESB taka langan tíma, nær tíu árum en fimm.
2. Bretar leita hófanna eftir auknu samstarfi við strandþjóðir í norðri, sem standa utan ESB: Norðmenn, Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, til að eignast nýtt bakland. Og þeir munu leggja sig sérstaklega fram um sambandið við Bandaríkin og Kanada.
3. Engin heilvita stjórnmálasamtök á Íslandi munu stefna á ESB-aðild á meðan þættir 1. og 2. spilast út.
ESB-sinnarnir Guðni Th., Andri Snær og Egill Helgason eru í sérkennilegu þjarki, samkvæmt Eyjunni, um hvað Brexit þýðir. Það verður að segja Guðna Th. til tekna að er sæmilega læs á stöðu mála á meðan Andri Snær og Egill eru út í móa með ESB-glýju.
Mjög góð tíðindi fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.